Fyrsti dagurinn í lífi Bjarka Freys
[Day one in the life of Bjarki Freyr (Bee-yark-y) is almost complete and everything looks good. He has been doing well, responds well to treatment and looks stable. They reduced the ventilator strokes per minute from 60 to 44 and Bjarki responded by supplementing with his own breathing which was a good sign. We’ve gone over multiple times throughout the day to the NICU; we can come and go at will and we have gotten to touch him in the incubator and take pictures (will post later). We appreciate all messages of sympathy and congratulations you have sent and apologize for not being able to respond privately to everyone. Furthermore, please don’t send flowers; we don’t have much space for them. Anyway – the day is now almost over and time to get some needed rest; hopefully we will be able to sleep throughout the night without incident]
Þá er fyrsti sólarhringurinn senn á enda og allt virðist í góðu ennþá hjá Bjarka Frey. Hann hefur staðið sig vel, svarar meðferðinni vel og hefur verið stöðugur. Þeir minnkuðu slögin á öndunarvélinni úr 60/mín í 44 til að prófa og Bjarki svarar með því að anda sjálfur inn á milli sem er gott merki. Við höfum farið nokkrum sinnum yfir á vökudeildina að kíkja á hann; megum koma nánast að vild og snerta hann í hitakassanum og taka myndir (sýnum síðar). Þökkum kærlega allar heilla- og samúðaróskir og góða strauma og biðjumst afsökunar á því að geta ekki svarað öllum prívat og persónulega. Einnig viljum við biðja fólk um að senda ekki blóm. En nú er dagur að kveldi kominn og komið að því að við fáum langþráða hvíld; vonandi fáum við öll að sofa gegnum nóttina án þess að nokkuð gerist.