Dagur fimm, ný vinnuvika
Þar með er runninn upp dagur fimm. Hann byrjaði fyrir allar aldir, því Anna Sólrún sem hafði skriðið upp í okkar rúm fyrr um nóttina, vaknaði kl. 6:20 og tilkynnti að hún væri búin að pissa í rúmið. Það var nú frekar leiðinlegt því að hann Finnur hafði bara kvöldið áður þvegið af rúminu og nú var það fyrir bý. Þetta er samt í fyrsta skiptið í laaaangan tíma sem hún pissar undir, og ég var að velta því fyrir mér hvort það gæti verið tengt því að það var óvenju kalt inni hjá okkur og hún sængurlaus að vanda.
Minnir nefnilega að einhver leikskólakennarinn hafi einhvern tímann sagt að börn pissi frekar undir ef þeim er kalt. Eitthvað með að það sé erfitt að vakna eða eitthvað. En hvað um það, greyið var sett í sturtu og ó boj hvað hún var úrill. Henni var auðvitað ískalt, en vildi ekki koma að kúra hjá mömmu. Endaði inni í dótaherbergi sem var ennþá kaldara en að lokum tókst okkur að semja að hún kæmi undir sæng hjá mér ef ég læsi fyrir hana. Á meðan fór Finnur í sturtu.
Þau hurfu síðan út úr húsi um áttaleytið (margt sem þarf að taka til á mánudagsmorgnum, svo ekki sé minnst á að Finnur fór með þvottinn í vinnuna) og þá fór ég að sofa. Er núna búin í minni daglegu sturtu (fór mér voða varlega) og er búin að panta hringingu frá lækninum því ég hef nokkrar spurningar handa honum.
Annars kom svolítið “bakslag” í gær fannst mér. Mér fannst lekinn búinn að vera að minnka, en svo kom smá gusa seinni partinn (svipuð og síðasta miðvikudag). Ég tengi það við verk sem ég fékk alveg neðst hægra megin, eiginlega inn undir bumbunni fyrr um daginn. Svona verkur eins og maður sé með tognaðan vöðva. Þannig að núna er markmiðið að hreyfa sig lööööturhægt og sjá hvort að það hjálpi eitthvað.
Þess fyrir utan er allt við það sama, sjö níu þrettán.