Dagur 9: Ennþá rólegt
[Quiet day. Officially 25 weeks gone. No visitors until Anna and Finnur came around 7:30pm. Put up some pictures online. No real leakage today, still waiting for the days accumulation to make its way out into the world.]
Rólegur dagur með afbrigðum. Nóttin var ein af þessum “vakna á 2ja tíma fresti” nóttum. Fórum ekki að sofa fyrr en á miðnætti, svo klósettferð rúmlega tvö, hita-og blóðþrýstingsmæling um fjögur, læknirinn kom rúmlega sex, blóðprufa um sjö og svo morgunmatur hálf níu. Mónitoríng um tíu leytið og svo svaf ég meira og minna til hádegis.
Dólaði mér á tölvunni og bjó til myndavefsíður. Komst samt bara eina viku áfram í tíma! Það hefur lítið sem ekkert lekið í dag, en ég býst við að dagsframleiðslan komi í ljós fyrr eða síðar. Meltingarkerfið tæmdist aðeins í dag, en er ekki ennþá farið að fúnkera svo vel sé. En ég krossa fingur og vona það besta.
Í dag er ég opinberlega komin 25 vikur á leið, svo það er ágætt. Á morgun er fyrsti tveggjatöludagurinn, og ég verð að segja að tíminn hefur liðið hratt hingað til. Vona að það haldi áfram. Ég hef nóg að gera: vefsíður, myndir, hekl, tónlist, svefn, át, klósettferðir… Ætla nú reyndar að kíkja á einn Daily Show þátt á tölvunni – og svo fara “snemma” að sofa. 🙂