Dagur 7 rúmlega hálfnaður
[Still leaking and fairly consistently so. Doctor not too concerned, says it indicates kid A is producing fluids. Ultrasounds shows they’ve grown, but kid A (who is very low on fluids) is a little smaller than kid B (who’s ridiculously normal) but is still in the normal range. Mental state fairly good, nice to have made it a week.]
Klukkan er fimm eftir hádegi og ég er ennþá hér. Lekinn heldur áfram, stundum mjög lítill, stundum aðeins ágengari. Engin flóð samt, enda líklega ekki nógu mikill vökvi hjá Hr. A til að valda flóði. Engir teljandi samdrættir, ennþá hitalaus og með eðlilegan blóðþrýsting, svo það er gott.
Hitti enn einn lækninn í morgun (sá hafði verið í fríi og hinir voru staðgenglar fyrir hann) og hann var bara nokkuð kátur með að lekinn væri orðinn stöðugari, sagði að það þýddi að Hr. A væri að framleiða vökva og að það væri ágætt að hreinsa aðeins þarna út. Merkilegt hvað læknarnir gefa af sér mismunandi “áru” með allt svona.
Hvað um það, fór í sónar og þeir hafa báðir vaxið. Hr. B er fyrirmyndar-meðalbarn en Hr. A mælist aðeins minni, en samt innan eðlilegra marka. Það kom svo ekki mikið á óvart að Hr. A er svo til gersamlega vökvalaus. Það virðist samt ekki vera svo mikið vandamál, einkum og aðallega því að nú vita þeir af hverju. (Það hafði aldrei verið staðfest að það væri legvökvi að leka).
Sum sé, ástandið er stöðugt í augnablikinu. Vona að það haldist þannig, sjö, níu, þrettán. (24v5d)