Dagur 11: Hrefna flutt (þúsundasta blogg færslan) :)
[Anna and I are sitting here with Hrefna in her new bed by the window. She is still in the same room, but her roommate left for a private room and she opted to move to the bed by the window. Her new phone number is the same as the old one, except that it ends in 7 instead of 8, so subtract one. She took a gestational diabetes test last night which meant she was fasting from midnight 🙂 drinking a sugary beverage at 6 am (after having her blood drawn) and had blood drawn every hour afterwards for three consecutive hours. End result: a sleepless night (bathroom brakes, vital signs taken) plus a sleepless morning. Other than that, things are currently stable.]
Ég sit hér ásamt Önnu Sólrúnu hjá Hrefnu við nýja rúmið hennar. Herbergisfélagi hennar flutti yfir í prívat herbergi og Hrefna tók hennar stað í rúminu við gluggann. Hún getur því horft á fjöllin í staðinn fyrir vegginn. Allt annað líf. 🙂 Símanúmerið hennar hefur því aðeins breyst en það endar núna á sjö í staðinn fyrir átta (sem sagt: gamla númerið hennar mínus einn). Þetta var annars önnur svefnlaus nótt en þeir létu hana taka meðgöngu-sykursýkispróf í nótt og hún mátti því ekki borða neitt frá miðnætti til rúmlega níu um morguninn. Kl. 6 drakk hún sykurdrykk (eftir að þeir tóku blóð) og þeir vöktu hana á klukkutímafresti næstu þrjá tímana til að taka blóð. Niðurstaðan var svefnlaus nótt (baðherbergisferðir og mælingar) og svefnlaus morgun. Annars hefur ástandið róast frá því í gær og í augnablikinu er ástandið stöðugt.