Tala dagsins
2007-05-04Uncategorized Standard
Mútur dagsins til að fá Önnu Sólrúnu til að klæða sig var að ég myndi mæla hvað hún er orðin stór. Niðurstaðan var 41 tomma eða 104.1 cm. Hún hefur þar með stækkað um næstum 2 cm á einum mánuði – ætli það sé ekki “vorsprettan”? 🙂 Skv. bandarísku töflunum þá er hún rétt yfir 95% í hæð. Skal ekki segja hvað hún er þung, við skulum nota það sem mút morgundagsins… 🙂