Ný vinna
Hæ hó,
Það er skammt stórra högga á milli í atvinnumálum hjá mér. Ég var búinn að samþykkja tilboð hjá fyrirtæki sem heitir VMWare þegar á síðustu stundu kemur annað tilboð frá gúgúl sem ég bara gat ekki annað en tekið. Ég þurfti því að afsaka mig í bak og fyrir og greina hinum frá að ég þyrfti að afturkalla samþykki mitt. Mér líður hálf illa yfir að hafa gert það, enda ekki vanur að ganga á bak orða minna, en ég stóðst ekki mátið – það er erfitt að segja nei þegar leitarvélin kemur og bankar upp á hjá manni.
Ég byrjaði hjá þeim í gær; það fór heill dagur í kynningar, fyrirlestra, fylla út form, horfa á vídeó og fleira og svo í lok dags hittum við vinnufélagana sem við komum til með að starfa með. Mamma Adu, vinkonu Önnu, náði í Önnu á leikskólann og gaf þeim kvöldmat þar sem fyrsti dagurinn var svolítið langur hjá mér.
Það versta við þetta allt saman er að gúgúl er alveg ótrúlega passasamt á upplýsingar og því get ég ekki greint frá hverjum ég vinn með, að hverju ég vinn eða einu sinni í hvaða hópi – nema fyrir utan kannski hvað mér líst vel á allt sem ég hef séð hingað til. 🙂
Þetta er fyrirtæki sem er erfitt að komast inn í og ég tel mig heppinn að hafa sloppið inn. Ég þekki nokkra sem hafa komist inn og allir þeir sem ég hef talað við eru hæstánægðir með veruna enda gera þeir heilmikið til að halda í starsmennina sína.
En nóg um það í bili – má ekki tala af mér. 🙂
En að öðru (fyrir þá sem hafa áhuga á RSS “fídinu”): Ég tók eftir um daginn að það er búið að vera svolítið bilað eftir breytingarnar sem ég gerði en ég held ég sé búinn að laga það núna… 🙂