Komin til Kalí
Jæja, þá er ég loksins skriðin inn um dyrnar hérna heima í Kaliforníu eftir laaangt ferðalag. Þetta gekk nú svo sem ágætlega, flugin bæði á réttum tíma og svona. Hélt um tíma að ég fengi þrjú sæti út af fyrir mig í flugleiðavélinni, en síðustu farþegarnir inn í vélina voru hjón sem stálu tveimur af þeim. Ég held að ég hafi dottað í 1-2 klst í hvorri vél og er því temmilega þreytt núna (klukkan er 2 um nótt að staðartíma, um 9 um morgun á Íslandi).
Ég lenti á nýliða í innflytjendaeftirlitinu og hann var svo upptekinn af því að lesa yfir checklistann á því sem hann þurfti að gera fyrir mig að hann spurði mig voða fárra spurninga. Takmarki ferðarinn er þar með náð og ég orðin F-nemandi í USA, en ekki J-nemandi.
Random: JetBlue terminalið á JFK er töluvert betra en terminalið sem flugleiðir hanga á, miklu betri matur og ókeypis þráðlaust net – þó svo að ég hafi bara rétt náð að tengjast því til að segja Finni að ég væri á áætlun áður en ég gekk um borð. Kjúklingur í matinn hjá flugleiðum, á JFK fékk ég mér pepperóní og sveppa-pizzu, sem var kannski ekki það sniðugasta því nú er ég komin með svoldinn flug-bjúg af pepperónínu. Í eftirrétt fékk ég mér berja-banana-smúþí, nammi gott.
Það var ívið heitara í JetBlue vélinni en flugleiðavélinni, og enn vann flugleiðavélin í sætishallakeppninni þó svo að ég hafi verið í meira hallandi sæti hjá JetBlue en síðast. JetBlue malaði hins vegar fjarlæg-á-milli sæta keppnina, mér tókst ekki að snerta næsta sæti með hnjánum þótt ég reyndi!
En jæja, best að hrúga sér í rúmið. Mig grunar að Finnur og Anna Sólrún eigi eftir að vakna ferlega snemma…