Komin til JFK
Jæja, þá er ferðin heim hálfnuð. Ég veit það núna að JetBlue flýgur frá “International” terminalinu í San Fran, og að annað hjólið á töskunni okkar er fast. Fjör og gaman! 🙂
Flugið til New York leið frekar tíðindalaust, ég sat við ganginn, enda hlekkjuð við klósettið. Sem betur fer var tómt sæti á milli mín og gluggans svo ég gat hrúgað dótinu mínu þar (bókin, ipodinn, heyrnatólin, sudokuið, penni, höfuðpúði, vatnsflöskur og snakk).
JFK fær komment fyrir minnst aðlaðandi flugvallarklósett sem ég hef hitt á í háa herrans tíð og laxagreyið sem ég er að borða er það þurrasta. En fjörið er að ég sit hér með nýju fartölvuna okkar og heima er nýji prentarinn okkar. Við fórum nefnilega í tölvubúðina í gær og græjuðum okkur smá upp! 🙂
Það var eftir sundtíma númer tvö hjá Önnu Sólrúnu sem gekk heldur betur en sundtími númer eitt. Það munaði mestu að það var aukakennari í lauginni sem tók hana að sér í einkakennslu. Greyið litla grét til að byrja með, en svo náði kennslukonan sambandi við hana og fékk hana til að elta dót og alls konar. Um miðbikið fóru þær meiri að segja saman í kaf (svona aftur á bak) og Anna Sólrún virtist bara merkilega sátt við það. Nú er bara að sjá hvernig gengur hjá henni í næstu viku. 🙂
En sum sé, flugið heim er yfirbókað víst, svo það verður þrengra um mig en áðan. En ég krossa fingr og vona að þetta hafist allt fyrir rest. Anna og Þórarinn ætla að ná í mig á völlinn og lána mér bíl (takk, takk!!) en svo er planið að gista hjá Hollu og Óla því þau eru með laust herbergi og svona líka ferlega miðsvæðis. 🙂
Ég er með farsímakort upp á 8672717 en gamlan gemsa sem er hleðslutækislaus. Þannig að annað hvort þarf ég að hafa upp á öðru hleðslutæki, eða fá lánaðan gamlan síma hjá einhverum. En það leysist vonandi allt saman… 🙂