Komin á leiðarenda
[I’m in Iceland! The trip went well and the weather here is gorgeous, still and clear. Icelandair gets compliments for their fabulous (albeit belated) meal and thick blankets, minuses for how tightly they pack their seats. My poor thighs and knees! The seats do lean far back though. Jetblue gets compliments for plenty of space and the tv service, minuses for terrible snacks and seats that don’t recline far at all. JFK airport should be ashamed of their toilets and why does airport food always have to be so bad?!]
Þá er ég komin alla leiðina til Hollu, Óla og Ágústu Maríu eftir laaaangt ferðalag. Reyndar ekkert sérstaklega erfitt ferðalag, bara langt. Seinni leggurinn gekk ágætlega, fyrir utan seinagang. Það tók rúma klst, ef ekki eina og hálfa að fara í loftið eftir að allir voru sestir í sardínugáminn, það var víst mikil traffík á vellinum. Það liðu líklega um tveir tímar þar til það var farið að útdeila matnum en á móti kom að hann var bara nokkuð góður, það skásta sem ég hafði borðað þann daginn!
Þegar maturinn var frá tókst mér að koma mér bærilega fyrir í sætinu, smeygði flísteppinu á milli hornhvassa stólhandriðsins og lærisins á mér (ég held að ég fái marblett eftir þennan stól) og lognaðist út af. Svaf í held ég tvo tíma áður en kom að einhverju mjúkasta aðflugi sem ég hef lent í, kannski ekki skrítið því það er blankalogn hérna heima.
Mér tókst að láta öryggisleitina fyrir passaskoðunina fara lítið í taugarnar á mér (það hjálpaði að vita af henni fyrir fram) en “hiss” dagsins kom eftir passaskoðunina þegar að mér gekk kona og spurði “Hrefna?”. Var þar komin Anna, dóttir Biddu (held það amk, hausinn á mér er og var frekar þokukenndur) sem býr í Maryland í USA. Þær mæðgur eru víst fastir lesendur á blogginu, svona felu-lesendur sem segja helst ekki neitt (ekki að maður sé mikið skárri sjálfur… 🙂 en eru þar með í þeirri furðulegu aðstöðu að vita heilmikið um okkur, en við vitum ekkert um þær!
Hvað um það, Anna vinnur víst á vellinum og Bidda fékk hana til að segja “hæ” svo við spjölluðum aðeins. Ég sagðist skilja þetta með að þekkja fólk sem maður les bloggin hjá, en svo finnst mér svo skrítið/áhugavert að svo hittir maður það og þá er ekkert endilega gefið að maður bindist föstum vinaböndum. Æji, erfitt að segja hvað ég meina. Bara svona, maður þekkir fólkið í máli og myndum en það þarf ekkert að vera að maður vildi fá það í mat á hverju laugardagskvöldi eða eitthvað…!?!? Ég er líklega of svefnlaus til að meika sens lengur. Ætti ekki að reyna við fílósófískar hugleiðingar núna…
En sum sé, það var gaman að tengja andlit við vefgest, hvað ætli það séu margir í viðbót?!? 🙂
Anna og Þórarinn mættu galvösk á vellinn og við keyrðum í bæinn þar sem ég fékk afnot af öðrum bílnum þeirra. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það, reddar mér alveg! 🙂 Nú er bara að fara að plana vikuna. Allt opið fyrir utan föstudagskvöld og um daginn á laugardegi og líklega sunnudegi. Hver og hver og vill og verður!? 🙂 Ok, farin að sofa! 🙂