20 vikna sónar
Vorum að koma úr 20 vikna sónarnum (er reyndar komin 21 viku á morgun, en hver er að telja?!). Fyrst það sem allir vilja vita: við eigum von á tveimur strákum!! 🙂 Einn snýr upp og hinn niður (amk núna) og öll helstu líffæri fundust á réttum stað. Það eina sem skyggir á gleðina er að annar þeirra er það sem læknirinn kallaði “stuck twin”, það er sá með höfuðið niður (A) er með talsvert minni vökva umhverfis sig og getur sig lítið hreyft á meðan hinn (B) svamlar í góðum polli og er pínkuponsulítið stærri.
Þar sem að fyrr á meðgöngunni sáust tvær fylgjur, þá vildi læknirinn ekki endilega meina að sá stærri væri beinlínis að éta frá þeim minni, heldur væri fylgjan hjá A kannski að fá minna út úr legveggnum en fylgja B. Mér var því sagt að hvíla mig (“Adopt a restful life style” stendur í skýrslunni) til að beina meira af blóðflæðinu til þeirra og minna til vöðvanna minna sem eru blóðfrekir.
Ég á að mæta í annan sónar eftir 2 vikur til að athuga vökvamagnið, því að það gæti verið að þetta sé bara tímabundið ástand. Stress og ferðalög síðustu viku hefur örugglega heldur ekki hjálpað svo nú held ég að ég ætli á iTunes að ná mér í hugleiðslu-leiðbeiningar og koma mér þægilega fyrir uppi í rúmi og stunda smá afstressun.
Við fengum myndir líka, en ég ætla að bíða með að setja þær upp þar til í kvöld. Það sást framan í Hr. B, en Hr. A var með andlitið í átt að mænunni minni svo við fengum enga góða andlitsmynd þar. Svo sjáum við bara hvað setur…