Upp og ofan
Fór í skoðun í gær. Allt leit vel út, tvíburarnir með höfuðin upp og andspænis hvor öðrum svo þeir geta strax byrjað að slást… 🙂 Við förum svo í 20 vikna sónar þann 18. maí og þá ættum við að fá að vita hvers kyns þeir eru.
Annars fór ég í dag að tala aftur við landvistarleyfis-gæjann á kampus. Eftir það samtal þá held ég að það sé minnst vesen ef ég flýg til Íslands í lok maí, dvel þar í rúma viku og flýg svo aftur til USA. Þá ætti þetta landvistarleyfismál að vera allt klappað og klárt, amk langt fram á næsta ár. Ég er samt ekki alveg búin að gera upp við mig hvort þetta sé sniðug hugmynd.
Á móti kemur að ég get sótt um leyfið án þess að fara úr landi, en ef ég fæ neitun, þá þýðir það að ég verð annað hvort að skilja Finn eftir einan í rúma viku í desember, eða þá að við förum með alla herdeildina til Íslands um jólin sem við höfðum ekki hugsað okkur að gera.
Þannig að ég á völina og þar með kvölina. Bleh.