2007-03-03Uncategorized Standard
Laugardagur 3. mars 2007
Ull og/eða kopar var það heillin
Í dag eigum við Finnur sjö ára brúðkaupsafmæli, svo nú þarf ég að fara á stúfana og finna eitthvað ullar- og/eða kopartengt handa mínum ástkæra eiginmanni. Á meðan er Anna Sólrún komin með svæsið kvef og hóstaði í svo til alla nótt. Í dag liggur leiðin í morgun-afmælisveislu til bekkjarsystur hennar, og í kvöld ætlum við tvö að reyna að gera eitthvað rómantískt saman.
Á morgun er von á Ágústi hennar Huldu í heimsókn, og við ætlum að fræða hann um hvernig landið liggur. 🙂