Miðvikudagur 7. mars 2007
Stutt vika en samt ekki
Leikskólinn hennar Önnu Sólrúnar verður lokaður á morgun og á föstudaginn vegna starfsdaga. Þar með er klippt á vinnuviku okkar Finns, sem er bagalegt því ég er að reyna að klambra saman plaggati fyrir þessa blessuðu ráðstefnu í næstu viku. Það er að mestu búið fyrir utan einn slatta af “niðurstöðum” sem ég þarf að plástra inn. Ef bara “niðurstöðurnar” gætu hagað sér betur þá væri ég kátari, en sem stendur er ég mest bara pirruð. Mér leiðast fylkja-umhverfanir!
Við eigum samt vonandi eftir að ná að púsla þessu saman einhvern veginn. Og þetta á allt eftir að reddast einhvern veginn eins og fyrri daginn. Það er ekki eins og þetta plaggat eigi eftir að lifa lengur en á ráðstefnunni svo það er í lagi.
Á meðan hangi ég á Pandora þar sem ég sló inn Björk sem template-listamann og nú er ég að hlusta á Joga í einhverri óvenjulegri útsetningu.