Laugardagur 24. mars 2007
Ródtripp – Dagur #1
Við lögðum í bílferð með Hólmfríði og Óla (og afkvæmum okkar) þennan dag. Við keyrðum norður upp ásinn (Highway 1) meðfram Kyrrahafinu (sem hefur verið draumur Hrefnu lengi) á laugardeginum alla leið til Jenner. Við ætluðum mun lengra en lögðum ekki í meiri keyrslu með óþreyjufulla gríslinga í aftursætinu og eyddum því nóttinni á Jenner Inn (skoða á korti) í gömlum huggulegum trékofa með arni í svefnherberginu og heitum potti úti á verönd (skoða myndir). Um kvöldið sváfu stúlkurnar á sínu græna á meðan við Óli eyddum tveimur tímum í pottinum í spjall langt fram á nótt við það að gera upp fortíðina (djók). 🙂
Fyrr um kvöldið höfðum við reynt að komast á góða veitingastaði en allt reyndist upp-pantað þannig að við enduðum á veitingastað í bandarískum sveitaklúbbi (country-golfclub), þar sem eldri maður hélt uppi stemmingunni með karaoki-væli (bæði laglaus og falskur). Eitthvað virtist þjónninn skamma sín fyrir húsvínið því hann sagðist ætla að selja okkur heila karöflu á verði hálfrar og svo þegar hann kom með reikninginn eftir matinn sagði hann okkur að hann hefði ákveðið að að rukka okkur ekkert fyrir vínið. Þetta kvöld var þó hálf skrýtið en jafnframt svolítið kómískt og skondin upplifun, innan um bæði páskaskraut og leyfar af jólaskreytingum (hreindýr dragandi sleða á bómullarsnjó hjá plasteggjum og kanínum).
Við stoppuðum á ströndinni á leiðinni upp eftir þar sem
Anna skemmti sér vel við að storka öldunum. 🙂