Mánudagur 12. mars 2007
Ég er ekki jarðfræðingur
Ég fór í hádeginu og hengdi upp plaggatið mitt á sinn stað í íþróttahúsi í nágrenni við ráðstefnuhótelið. Þar fær það að hanga þangað til annað kvöld, þegar opinbera “plaggata-sessjónið” hefst klukkan 19 og stendur til 21:30. Þar af þarf ég að standa við plaggatið í klst og tala við þá sem hafa áhuga. Restina af tímanum get ég notað til að skoða annarra manna plaggöt, og/eða bara til að lesa bók eða eitthvað…
Reynslan hefur kennt mér að maður getur bara horft á/lesið ákveðið mörg plaggöt áður en þau byrja öll að renna saman í eitt. Það hjálpar ekki að það er boðið upp á bjór þarna (sem fjölgar þeim sem mæta) og það verður því fljótlega afskaplega heitt í salnum. Það hjálpar heldur ekki að ég er ekki með neinn heldri hvítan mann við hlið mér til að kynna mig fyrir öllum hinum heldri hvítu mönnunum í salnum, þannig að (byrja íróníu) ég get ekki beðið! (írónía endar)
Ég borðaði hádegismat á einhverjum kínverskum veitingastað í “strip-malli” (það er löng röð af verslunum við bílagötu) nálægt ráðstefnustaðnum. Þar fóru $6 fyrir lítið. Síðdegisfyrirlestrarnir hófust stundvíslega og þar sem ég sat þarna rann það upp fyrir mér enn og aftur að ég er ekki jarðfræðingur, og hef engan áhuga á því að vera jarðfræðingur!
Fyrirlestrarnir snérust flestir um jarðlög við norðupól Mars, og hver fyrirlesarinn kepptist við að sýna nýjar fínar myndir frá nýjustu myndavélinni á braut um plánetuna (HiRISE). Sum sé, endalausar svart hvítar myndir með rákum á. Sumir voru reyndar flottir á því og voru með þrívíddarmyndir (og áhorfendur fengu að sjálfsögðu tilheyrandi gleraugu) og aðrir voru með hæðarkort í lit.
En markmið allra var það sama: að útskýra blessuð jarðlögin – hvernig þau urðu til, úr hverju þau væru, hvað þau væru gömul o.s.fr.v. Þar sem ég fylgdist með þessu fattaði ég að mér var alveg nákvæmlega sama hver niðurstaðan yrði, svona svipað og mér var alveg sama í morgun hvort hvítu deplarnir á myndunum voru pingóar eða gígar.
Það sem kveikti í mér (og hér á eftir að slökkna á öllum þeim sem lesa þetta) voru djúp-radarmyndir frá MARSIS og SHARAD sem eru tvö tæki sem keyra á sitt hvorum gervihnettinum. Bæði tækin senda frá sér stutta púlsa af tiltölulega langri bylgjulengd með örstuttu millibili og hlusta eftir bergmálinu. Þar sem bylgjulengdin er frá tugum metra upp í hundruði metra þá ná merkin að bora sig djúpt inn í yfirborðið (sérstaklega í gegnum ísinn á pólunum) og þannig er hægt að kortleggja undirdjúpin.
Þar sem ég horfði á radarmyndirnar fékk ég strax vatn í munninn við að hugsa um hvernig myndirnar væru búnar til, hvernig væri best að ná niður suðinu í þeim og hvernig væri best að greina jarðlögin sem sáust á myndunum sjálfvirkt. Að sjálfsögðu var engum tíma eytt í svoleiðis vitleysu, heldur fór allt púðrið í að bera saman (handmerkt) jarðlögin á radarmyndunum og yfirborðsmyndunum af jaðri pólanna. Ó, mig auma! 🙂
Eftir að fyrirlestrunum lauk þá fór ég á netið og skipulagði restina af deginum. Fyrsta stopp var við ströndina á Kemah Boardwalk, sem er svona skemmtisvæði fyrir fjölskylduna. Jújú, þar var eitthvað af tækjum og allt morandi í veitingastöðum, en allir litu þeir heldur iðnaðarlega út. Með því á ég við að það leit út fyrir að það hefði miklu verið tjaldað til að staðirnir litu “rétt” út, en að það væri minni áhersla lögð á góðan mat, því hver þarf að bjóða upp á góðan mat í miðri túrhestagildru?! Ég forðaði mér því þaðan og keyrði niður á venjulegri strönd þar sem ég sá ástfangið miðaldra par horfandi á sjóinn. Awwww…
Síðan lá leið mín á japanskan sushi-stað sem ég hafði séð góða dóma um á netinu (ég væri alveg ónýt ef ég væri netlaus hérna) og þar fékk ég rosalega góða súpu, og eðal kaliforníu-rúllur og salat en minna góðan aðalrétt. Það var líka vegna þess að hann var rosalega skrítinn, þunnt nautakjöt vafið utan um eitt grænmeti, dýft í grillsósu og grillað. Grænmetin voru gulrót, avakadó og svo spínat og þetta var ekkert sérstaklega gott þó svo að avakadói-bitinn hafi komið skemmtilega á óvart. En ég uppfyllti þó persónulegt markmið mitt um að panta helst bara mat sem ég myndi aldrei elda sjálf! 🙂
Eftir matinn var klukkan bara rétt orðin sjö, og ég get ekki sagt að mig hafi beinlínis langað á hótelherbergjaskömmina mína. Ég fann mér því stóra bókabúð og tjaldaði þar í rúma tvo tíma. Á meðan lofaði ég sjálfri mér að gista aldrei aftur á svona stinky mótelum, skil ekki hvað ég var að hugsa að detta í “stúdentar ferðast ódýrt” gildruna á gamals aldri! 😉
Hringdi í lok dags heim, og fékk málæði við Finn. Uppgötvaði þá að ég hafði ekki talað við nema tvær manneskjur í dag (ef undanskylið er afgreiðslufólk), sá fyrri var maðurinn sem er með plaggat við hliðina á mínu, og hinn var maðurinn sem ég þekki úr skólanum. Þessi dagur var því mjög huglægur.
Nú sit ég svo á rúminu mínu, með loftræstinguna í gangi til að reyna að losa um greip-fýluna, og skrifa þetta á tölvuna. Ekki kemst það á netið strax því að netið er niðri á mótelinu og Indverja-álfurinn í anddyrinu veit ekki hvað á að gera ef það virkar ekki að ýta á reset-takkann. En nei sko, haldið ekki að netið hafi hrokkið í gang! 🙂 Ég er farin fram í anddyri svo að það detti ekki úr sambandi… (síðar: ah, það er kominn nýr Indverji á vakt. Ekki það að ég hafi neitt á móti Indverjum, bara að segja hvernig landið liggur. 🙂
Mánudagur 12. mars 2007
Ráðstefna 1, Hrefna 0
Ég þakka góðar ráðstefnuóskir, en verð að viðurkenna að þetta hefur verið heldur “bumpy start”. Ég var nú greinilega í frekar annarlegu ástandi þarna í gærkvöldi í búðinni, því ég ákvað að kaupa ekki vatnsflöskur (átti í huganum hálfan brúsa einhvers staðar) og ákvað líka að sleppa því að kaupa höfuðverkjalyf þrátt fyrir yfirvofandi hausverk.
Mér tókst svo sem að sofna, en vaknaði um 3 eitthvað hálfslöpp og svo aftur klukkan 5 og var þá komin með alvöru hausverk og var að deyja úr þorsta. Kannski var þetta bara stress síðustu vikna að brjótast út en um 6 leytið ég var nógu desperat til að fara fram í anddyri (þar sem ég vakti indverjann á vakt) til að spyrja um verkjalyf. Því miður átti hann ekkert. Ég fattaði svo að vatnsbrúsinn minn var úti í bíl og lét mig því hafa það að drekka vatn úr krananum, sem var skárri en ekkert.
En hausverkurinn lét ekki á sjá og þar í ofanálag fór nú blessuð hreingerningarfýlan (sem reyndist við nánari þef vera meira greip-lyktuð en sítrónu-“ilmandi”) alvarlega að angra mig. Ég fékk mér appelsínu til að reyna að fá líkamann til að sætta sig við sítruslyktina, en það gekk ekki betur en svo að allt kerfið fór í baklás og almenn hreinsun fór af stað.
Eftir það leið mér betur, fattaði loksins að bleyta þvottapoka með köldu vatni og sofnaði loksins svefni hinna réttlátu – þrátt fyrir þrumuveðrið sem byrsti sig utan dyra.
Þessi næturævintýri ollu því að ég bara komst ekki fram úr rúminu á fyrirfram ákveðnum tíma og ég mætti um tveimur klst of seint á ráðstefnuna. Náði í skottið á fyrstu fyrirlestrarhrinunni, heyrði aðallega í fólki sem var að stara á svarthvítar myndir af yfirborði Mars og setja fram kenningar hvernig hinar og þessar landmyndanir væru til komnar. Þar lærði ég meðal annars um “pingóa” og eitthvað um hvernig jarðvegur hagar sér í sífrosti. Það eru allir voða spenntir að sjá hvað er mikið af vísbendingum um “ís” á yfirborði Mars.
Nú er hins vegar komið hádegishlé, og því næst á dagskrá að finna sér eitthvað ætilegt að borða. Næsta hrina stendur frá hálfþrjú til hálffimm og svo er kominn tíi á kvöldmat. Ég ætla að sjá til hvað ég geri næst, hlakka ekki neitt sérstaklega til að hanga á hótelinu í allt kvöld, en er búin að kaupa mér höfuðverkjalyf og slatta af vatni, bara svona til öryggis. 🙂
Archives
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather