Sunnudagur 11. mars 2007
Komin til Houston
Tíðindalítið ferðalag að baki. Flugið tók þrjá og hálfan tíma og sessunautar mínir voru sólsteikt eldri hjón: hún las hvernig maður græðir pening á netinu og hann las hvernig maður vinnur pening í spilavítum. Á meðan sat ég menntasnobbið og hlustaði á Fresh Air viðtalsþætti á ipodinum mínum í gegnum suðeyðanda heyrnatól. Ég hlustaði á viðtöl við Al Gore, Rob og Nate Cordry, einhver comic-hjón (Krum?) og mögulega eitthvað annað í viðbót. Á meðan dúllaði ég mér við su-duko (eða hvað það nú heitir) og leysti eina sæmilega svínslega á meðan önnur var mér ofviða.
Það tók mig um klst að keyra frá flugvellinum á Super 8 mótelið þar sem ég sit núna, og ég var ánægð með að ná að keyra þetta í dagsbirtu. Ég skildi smá dót eftir á herberginu og fór svo í fæðuleit. Endaði hinum megin við hraðbrautina á Sudie’s Catfish & Seafood. Þegar ég mætti var strolla af “lókals” á staðnum sem er einmitt það sem maður vonast eftir á ferðalögum því það er yfirleitt gæðamerki. 🙂
Ég fékk borð í einu horninu á stórum matsal og sat þar og horfði á gestina. Meiri parturinn af karlmönnunum voru afskaplega stereótýpískir, svoldið “buff” með annað hvort snögg rakað hár eða meira hippalegir. Konurnar voru ekki jafn auðflokkanlegar, fyrir utan að flestar voru þær þyngri en meðal-Kaliforníukonan. Maturinn reyndist ágætur, mahi-fiskur sem var reyndar syndandi í hvítvínsrjómasósu en grænmetið sem kom með var akkúrat passlegt gufusoðið. Ekki oft sem það gerist. Í eftirrétt fékk ég mér svo vanilluís á ferskju (peach?) böku, mmmmm… 🙂
Síðan lá leiðin yfir aðra götu og í stórmarkaðinn þar sem ég keypti mér jógúrt, seríós og mjólk. Ætli ég fara ekki þangað aftur seinna og kaupi grænmeti og stöff, en þeir voru að loka svo ég nennti ekki að drolla. Það merkilegasta í þeirri búð var sjálfvirki kassinn, þar sem maður renndi sínum eigin vörum í gegn. Það tókst stóráfallalaust, þó svo að í miðri athöfn, þá var mér sagt að bíða eftir gjaldkera, en svo var eins og kerfið skipti um skoðun og ég fékk að klára þetta sjálf.
En sum sé, nú sit ég með fartölvuna í fanginu á herberginu mínu. Þetta er eini staðurinn sem ég hef fundið þar sem netið hangir í sambandi, og bara rétt svo. En það dugar fyrir tölvupóst og blogg. Eins og tilheyrir þá angar herbergið af svona sítrónu-ofur-hreinsi, en sem betur fer virðist það bara ætla að angra mig þegar ég geng inn í herbergið. Í fyrra gistum við í reyk-herbergi og þar var sítrónuilmurinn að gera sitt besta til að hylja reyk-lyktina en það bara gekk ekki. Gæinn reyndi að bjóða mér reykherbergi (nýbúið að skipta um teppi og gluggatjöld!) en ég hélt nú ekki! Frekar tek ég reyklaust herbergi með tveimur rúmum en reykherbergi með einu rúmi, og hananú!
Nágrannarnir eru ekki af hljóðlegu týpunni, núna áðan var eitt sjónvarpið sett í botn, en það er að mestu búið að lækka það núna, og svo er greinilega barnafjölskylda hérna líka. En það verður að hafa það. Klukkan er víst orðin 11 að staðartíma (ég er 2 tímum á undan Kaliforníu) og ráðstefnan hefst klukkan hálf-níu í fyrramálið. Ég geri ráð fyrir því að vera svona 15 mín að keyra þangað, en kannski lengur ef ég lendi í mikilli umferð. Plaggatadótið er svo á þriðjudagskvöldið en eftir það ætla ég að hrynja í rúmið og leggja svo af stað heim aftur í heiðardalinn! 🙂
Sakna Önnu Sólrúnar og Finns, en náði að tala við þau núna áðan í símann. Merkilegt hvað hún er orðin símamælsk þessi elska. 🙂 Á morgun tekur við venjuleg vinnuvika hjá þeim, fyrir utan að Finnur er ennþá í miklu limbó-ástandi í sinni vinnu, en það ætti að komast á hreint í þessari viku hvað gerist. Það er því nett stress í gangi, en ég held áfram að vona hið besta (svona eins og Finnur heldur áfram að vona það besta í sambandi við mín “mál” 🙂
Sunnudagur 11. mars 2007
Að leggja í hann til Houston
Þá er víst runninn upp ferðadagur og við á leiðinni bráðum á flugvöllinn. Ég er svo sem ekkert súper-spennt fyrir að fara, verð ein á ferð en veit af einum sem ég þekki sem er líka að fara á ráðstefnuna. Finnur verður svo extra-ofur-pabbi fram á miðvikudag, en þá kem ég til baka. Ég sé samt ekkert endilega fram á að koma heim fersk og endurnærð því þessar ráðstefnur gætu alveg eins heitið heila-steikingar-samkundur.
Ég kíkti í gamni á úrvalið af veitingastöðum í kringum vegamótelið mitt, og fann þar auðugan garð af alls kyns skyndibitastöðum, hrollur… Mataræði á ráðstefnum hefur alltaf verið hausverkur fyrir mig, enda oftast langt í almennilegan mat, bara boðið upp á kaffi (jökk) og meðlæti ef eitthvað er.
Annars er Katla í heimsókn núna á meðan amma hennar er í kirkjuferð og hún og Anna Sólrún eru úti í garði í blíðunni á meðan ég klára að pakka í bakpokann minn. Það er sko stefnt á mínímalískan farangur! 🙂
Archives
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather