Sunnudagur 4. febrúar 2007
Myndir!
Eftir tölvubasl og vesen þá eru loksins komnar upp aðeins fleiri myndir frá Íslandi. Það er ennþá eftir tonn af Íslandsmyndum, ætli ég setji ekki næsta skammt upp í mars með þessu áframhaldi samt!! Ahemm… 🙂
Hröð helgi að vanda. Gærdagurinn leið úti í garði, í sundbolaleit, með Ödu í heimsókn og svo í rólegheitum um kvöldið. Í dag fór Finnur með Önnu í afmælisveislu hjá einum stráknum í bekknum og eftir síðdegislúrinn fórum við í Super-bowl (hámark ameríska “fótboltans”) heim til vinar vina okkar, sem reyndist búa í riiiisastóru húsi. Við höfðum hitt gæjann áður, svona maður af eldri kynslóðinni sem hefur aldrei alveg vaxið úr grasi, en ekki alveg lagt saman tvo og tvo með hvað hann er ferlega vel stæður. En við sem sagt eyddum deginum það í góðra vina hópi og fórum svo heim – og núna er löngu kominn háttatími.
Reyndar er möguleiki að Anna Sólrún sé að fá hita, þannig að kannski verður vikan skrautleg…