Mánudagur 19. febrúar 2007
Strandferð
Klukkan er orðin allt of margt, svo hér kemur bara stutt stöff. Anna Sólrún fór á leikskólann á föstudaginn, var kát að fara, en þegar við mættum runnu á hana tvær grímur. Það er nefnilega ekkert sjónvarp á leikskólanum, og mín var orðin nettur sjúklingur eftir að hafa fengið að horfa í klst tvo daga í röð. En einn kennarinn stakk upp á að ná í trampólínið, og þá kættist mín.
Laugardagurinn leið tíðindalaus. Finnur var með Önnu Sólrúnu meira og minna allan daginn á meðan ég vann. Er í stresskasti yfir lífinu og tilverunni nú þegar tvær skrifstofu systur eru að verja á einni viku og ein kemur til með að verja í maí. Það verður fámennt á skrifstofunni á næsta skólaári, eða þá að það fyllist allt af nýgræðingum.
Á sunnudeginum fórum við mæðgur í barnaafmæli í fimleikasal sem var voða gaman. Anna Sólrún og trampólín er góð blanda. Síðan rólegheit fram eftir degi, en Finnur eldaði svaka fína sjávarréttasúpu.
Í dag var frídagur (forsetadagur) og Finnur og Anna í fríi. Ég fékk að sofa út og þegar ég skreið á fætur og Finnur ætlaði að leggja sig var honum skipað í sturtu og við keyrðum svo út á ströndina í Santa Cruz. Anna Sólrún missti sig alveg af gleði hlaupandi í ísköldum sjónum og hljóp til og frá, alveg þar til að hún missti fótana og lenti á maganum í vatninu. Þá varð henni kalt og við skiptum um föt á henni og þar með var vatnssullið búið. Við sáum líka síðustu “monarc” fiðrildin á svæðinu, en þau hafa vetrarsetu þarna við ströndina í smá trjálundi. Yfir jólin eru mörg þúsund fiðrildi þarna, en núna sáum við bara kannski um 5 fiðrildi. En falleg voru þau samt.
Kvöldið endaði á Wii-spili en Augusto og Sarah keyptu svoleiðis um daginn og sitja núna sveitt (og við líka) yfir kappasksturleik. Rosa gaman! 🙂 Og já, nýjar myndir. Tánni dýft í 2007! 🙂