Miðvikudagur 28. febrúar 2007
Þruma
Það hefur gengið á með rigningu hérna undanfarna daga og hitinn ekki farið mikið upp fyrir 13 gráður. Í gær þegar við vorum að borða kvöldmat sáum við Finnur svo ljósglampa út undan okkur og skömmu seinna heyrðum við í þrumunni sem var gríðarlega hávær. Greyið Anna Sólrún fékk algjört áfall og skreið upp í fangið á mér með hendur fyrir eyrum og ég fann hvernig hjartað barðist um.
Sem betur fer komu ekki fleiri þrumur og eldingar, en þessi var nóg til að Anna Sólrún hélt fyrir eyrun á sér næsta hálftímann og síðan hófumst miklar umræður um þrumur og flugelda og sprengjur. Þegar hún svo vaknaði í morgun hélt sú umræða áfram og við eigum örugglega eftir að heyra mikið um þrumur næstu vikurnar.
Annars er dagurinn í dag minn síðasti sem opinbert “unglamb”, þrítugsfertugsaldurinn er að banka upp á og lítið við því að gera nema bara njóta þess held ég! 🙂