Miðvikudagur 10. janúar 2007
Heim í heiðardalinn
Fyrsti í hversdagsleika liðinn. Ég fór í vinnuna en Hrefna tók heldur betur skurk í málum heimilisins, fór á ávaxta og grænmetisfyllerí í WholeFoods, gekk frá og tók til svo eitthvað sé nefnt. Augusto og Sarah komu svo í heimsókn um kvöldið eftir að Anna var nýsofnuð og héldu okkur sem betur fer vakandi til næstum því miðnættis svo að við næðum að snúa sólarhringnum sem fyrst við. Gott mál.
Skrýtnasta móment dagsins átti Hrefna sem opnaði loksins rafmagns-tannburstakassann sem hún keypti fyrir jól (já, við erum að verða svolítið bandarísk) :). Nema hvað, inni í kassanum eru tvær túpur af hárnæringu (!), vhs spóla með markaðsefni á (!!) og leiðbeiningabæklingur um hvernig maður á að nota rafmagns-tannburstann. Undrandi hringir Hrefna í þjónustufulltrúa CostCo og var ákveðið að hún ætti að mæta með kassann niður í búð og tala við yfirmann.
Sá fyrsti sem hlustaði á söguna trúði ekki sínum eigin eyrum og kallaði á annann. Sá hlustaði á söguna, trúði heldur ekki sínum eigin eyrum og kallaði á þann þriðja. Sá þriðji hlustaði á söguna og spurði: “er þetta nokkuð falin myndavél?!” en þegar Hrefna sannfærði hann um að þetta væri ekki djók urðu þau sammála um það að einhver hefði svindlað á versluninni með því að setja drasl í kassann, líma fyrir og fá endurgreitt. Hrefna fékk því að skila kassanum og fá nýjan. Eins gott því annars þyrftum við héðan í frá að bursta tennurnar með vhs spólunni löðrandi í hárnæringu. 🙂
Svona miðað við það sem maður hefur heyrt og kynnst sjálfur er þetta yfirleitt raunin með verslanir hér, því eins og Berglind vinkona okkar sem vann eitt sinn í verslun hér benti á þá taka þeir svona hluti á sig að mestu möglunarlaust án þess að malda í móinn fyrst þar sem það eru svo fáir sem svindla að það er talið betra að hafa góða skilaþjónustu heldur en að vera sífellt að þjófkenna viðskiptavininn. Ekki alltaf raunin örugglega, en líklega oftar en maður myndi halda.
Að sjálfsögðu hugsar maður alltaf hvernig starfsmenn í íslenskri verslun myndu bregðast við sambærilegri uppákomu. Myndi maður fá sömu þjónustu? Nú veit ég að Óli vinur okkar er að bíða eftir svari frá íslenskri verslun sem lét hann borga tvöfalt fyrir sömu vöruna (og hann uppgötvaði það eftir að hann henti – eða lét henda – kvittuninni fyrir sig).
Hafa fleiri lesendur lent í svipuðu?
Við þetta tilefni rifjaðist líka upp fyrir mér þegar ég var staddur á Olís stöð í Mosó fyrir nokkrum árum og dælan var eitthvað að láta leiðinlega, slökkti alltaf á sér eftir 2 sekúndur þó að ég vissi að tankurinn á bílnum mínum væri tómur. Ég spurði þjónustumann þar hvernig á þessu stæði og hann sagði mér að ég væri að nota dæluna vitlaust – væri að dæla allt of hratt (dælan var sem sagt ekki biluð, það var bara ég sem kunni ekki að nota hana). Ég verslaði ekki mikið við þá verslun aftur. Olís til málsbóta get ég reyndar sagt að í jólafríinu fór ég í Olís í Hafnarfirði til að hreinsa þurrkublöðin og fékk súper góða þjónustu hjá manninum þar – þrátt fyrir að hafa ekki eytt krónu og batnaði þar álit mitt á Olís all snarlega. [Uppfært 12/01/07: Halli benti á að þetta getur ekki hafað verið Olís stöð því þar er eingöngu sjálfsafgreiðslustöð – þetta hlýtur því að vera annaðhvort Essó stöðin eða þá að mig hefur verið að dreyma! :)]
Þetta er að sjálfsögðu einstaklingsbundið hvernig fólk þjónustar aðra en samt finnst mér eins og Kaninn kunni þetta betur en Íslendingar og ekki jafn oft sem maður lendir á fólki í þjónustustörfum hér sem virkilega hefur ekki geðlund í að þjónusta aðra, setur upp fýlusvip og talar jafnvel niður til manns eins og kallinn á dælunni.
Mér fannst slagorðin sem ég sá á FedEx trukki heima (“whatever it takes” eða “hvað sem starfið krefst af okkur”) vera lýsandi fyrir þetta, samanborið við Póstinn sem lofar okkur að bera út “Allan pakkann” (en ekki bara hluta af honum). Kannski smá útúrsnúningur á slagorði Póstsins hér, en að sumu leyti viðeigandi fyrir íslenska þjónustulund (þó ég ætti að taka fram að ég hef ekkert út á að kvarta í augnablikinu, þetta lá bara svo vel við höggi). 🙂
En nóg um það… Anna Sólrún tók heimkomunni vel, var glöð að sjá aftur gömlu vinina á leikskólanum en ekki laust við að hún sakni fjölskyldunnar sem hún hitti á Íslandi, sagðist í kvöld hafa gleymt að hitta vinkonu sína – hana Steinunni (frænku), spurði hvort Amma Mosó væri kominn heim úr vinnunni og hvort við værum á leið í Álagrandann að hitta Ömmu Ásdísar. 🙂
“Nei, nú erum við í öðru landi. Þau eru heima á Íslandi”
“Af hverju?”…
🙂
Miðvikudagur 10. janúar 2007
Komin heim
Jæja, þá erum við komin heim eftir góða þriggja vikna dvöl á Íslandi. Ferðin gekk vel, fyrir utan legginn frá Minneapolis þar sem vélin bilaði og við þurftum að skipta um vél (seinkaði um rúman klukkutíma við það). Og nú er bara eitt eftir – að leggjast í rúmið og sofa í nokkra klukkutíma… Bloggum kannski meira á morgun. 🙂
Archives
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather