2006-12-04Uncategorized Standard
Mánudagur 4. desember 2006
Barnið mitt er þrítyngt! 😉
Ég stóð Önnu að því í morgun að blanda saman þremur tungumálum í einni setningu um það leyti þegar við vorum að klæða okkur til að fara með hana á leikskólann þegar hún sagði hátt og snjallt: “Was is my húfa?” (Hvar er húfan mín?) Hún notar reyndar orðið Was almennt sem alhliða spurnarorð (Was is it? Was color you want?) Frekar skondið.
En talandi um barnaleikrit (“hvar er húfan mín? hvar er hettan mín?”) þá er hún mikið búin að hlusta á “Mætir Mikki sjá” eins og hún kallar Dýrin í Hálsaskógi. Það var því ekki mikið undrunarefni þegar hún gekk um allt húsið í morgun og söng hástöfum “HÉR KEMUR LILLIMANN KLIFURMÚS SEM KÆTI BER INN Í SÉRHVERT HÚS!”