Sunnudagur 12. nóvember 2006
Nýjar myndir!
Ekki það að fólki sé ekki sama, enda er þetta nú bara mest fyrir mig eins og alltaf. Flokka-raða, flokka-raða… það er mitt mottó! 🙂
Hvað er að frétta svo sem. Jú, bandaríska stjórnkerfið verður vonandi minna klikkað á næsta ári, mikil gleði með það. Það hlakkaði í okkur út alla síðustu viku, og núna getum við vonandi farið að vinna aftur. Þurfum reyndar að venju helgi eftir helgina, það var enn eitt 3ja ára afmælið í gær og svo matarboð hjá vinnufélaga Finns í dag þannig að það var nóg að gera.
Skondnar sögur vikunnar: 1) Anna Sólrún vaknar í sínu eigin rúmi og sniglast upp í okkar rúm með koddann sinn, snýr svo við og nær í kodda númer tvo og svo aftur við og nær í sængina sína. Svo sofnaði hún í “millunni”. 2) Stóri fjólublái kærleiksbjörninn er núna í algjöru uppáhaldi. Honum er dröslað út um alla íbúð, honum sýnt allt, hann svæfður, honum er gefið að borða og aldrei má hann vanta. Stundum bætist litli bleiki kærleiksbjörninn við, og þá er hann litla barn fjólubláa bjarnarins!
Og já, það er spáð rigningu á morgun. Ég held að það sé rigning númer tvö eða þrjú í haust. Og það er spáð 17-18 stiga hita. Greinilega að koma vetur!