Þriðjudagur 21. nóvember 2006
Skrifstofu-fréttir
Það var mikil gleði á skrifstofunni minni í gær því að hann Fayaz (sem varði í júní) fékk alla prófessorana sína til að skrifa undir doktorsritgerðina sína, og hann Ahmed (sem varði í lok apríl) fékk tvo af sínum “erfiðustu” prófessorum til að skrifa undir líka. Nú vantar hann bara þriðju og síðustu undirskriftina og þá er hann svo gott sem búinn! Það er ágætt að hafa fengið að sjá að það er hægt að klára ritgerðina “eftir vörn” á minna en ári, því að sá síðasti sem slapp út úr þessari skrifstofu var tvö ár að klára ritgerðina!
Í öðrum fréttum þá skruppum við Finnur út í rafmagnstækjabúðina og komum heim með tvo harða diska með samtals pláss fyrir 1,5 TERAbæt af gögnum. Það eru 1500 GÍGAbæti sem þýðir að plássið í tölvunni er núna um 2 TB. Annars diskurinn er fyrir vinnuna mína en hinn fyrir myndir og vídeó. Ahhhh… það var nú gaman! 🙂