Mánudagur 27. nóvember 2006
Hversu flókið er það að senda einn pakka?
Ég fór til FedEx í dag að senda bók úr landi og ég get ekki sagt annað en að mér hafi blöskraði ferlið þvílíkt – ég skil ekki hvernig hægt er að gera einfalt ferli svona flókið. 🙂
Fyrst réttu þeir mér þrírit til að fylla út (fyrir innanlandssendingar). Svo föttuðu þeir að ég ætlaði að senda úr landi, tóku þríritið og réttu mér í staðinn FJÓR-rit til að fylla út. Að sjálfsögðu þarf virkilega að þrýsta pennanum fast ofan í til að síðasta afritið sé læsilegt (og til öryggis þarf líka einn starfsmann í að minna alla á að maður eigi að skrifa fast). Ég fyllti fjórritið út fast og samviskusamlega, listaði innihaldið, heimilisfang sendanda og viðtakanda og skáldaði upp eitthvað virði þar sem ég var ekki viss um hvað þetta kostaði allt saman: “Myndabók (gjöf). Virði: $50”. Allt sem þarf, ekki satt?
Raaaangt. Hann tekur við þessu, nær sér í stóran doðrant og flettir og flettir: “…. hmmm… hvar er landið sem ég er að leita að? … (flettir) Ah, fann það… látum okkur sjá… (flettir áfram) … bækur … hmmm (flettir) … hmmm… myndir …”
“Hvort er þetta bók eða myndir?”
Á þessum tímapunkti fór ég að reyna að útskýra fyrir honum að þetta væri eiginlega bæði bók og myndir því þetta eru útprentaðar myndir en er í raun á bókaformi (innbundið). Big mistake. Hefði bara átt að segja myndir. Af hverju þarf maður alltaf að vera svona samviskusamur.
Hann: “Og hvar var bókin framleidd?”
Ég: “Ha? Ég hef ekki hugsað út í það. Þetta var keypt á netinu, og því örugglega framleitt hér í Bandaríkjunum – af hverju?”
Hann: “Það þarf að tilgreina það á skýrslunni. Við þurfum að opna pakkann og athuga.”
Ég: “Ha?! Opna pakkann? Tilgreina á skýrslunni?”
Eftir nokkrar mínútur með dúkahnífinn (allir pakkar frá Hrefnu eru svo vel innpakkaðir að þeir eru nánast vatnsheldir) var hann kominn í gegnum a) brúna umbúðapappírinn, b) GJAFAPAPPÍRINN sem bókin var í og líka c) plastvasann sem bókin kom í. Að sjálfsögðu var hvergi tekið fram hvar bókin var framleidd en hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur af því: “Við gerum þá bara ráð fyrir að hún sé framleidd hér”. (heyrðu, takk fyrir að rífa upp pakkann fyrst það er svo í lagi eftir allt saman að slumpa bara á landið).
Nema hvað, svo rekur hann augu í kortið sem fylgir með bókinni. “Ah, fylgir kort með líka? Það þarf að tilgreina það á skýrslunni líka. Hvað kostaði kortið? Nú, veistu það ekki? Segjum að það kosti einn dollara”. Á þessum tímapunkti fór hann yfir pappírana frá mér og breytti alls staðar þar sem stóð $50 yfir í $51 (með því að plástra einum (1) fyrir framan núllið og breyta núllinu mínu í kommutölu: $51,00). Næsta verk var svo að plástra saman pakkanum, líma aftur saman gjafaumbúðirnar (og brúna umbúðapappírinn) og skella þessu svo öllu saman í sérstakan FedEx kassa sem hefði rúmað allavega tvo og hálfan pakka af sömu stærð. Það fór ekki framhjá honum, að sjálfsögðu, og því fann hann til brúnan umbúðapappír, og fór að krumpa hann saman og fylla upp í lausa plássið. Gaaaa!!! (þvílík sóun!)
Þegar hér var komið sögu var þetta farið að minna mig svolítið á Ástrík í Ástríksbókinnni, þar sem hann fór á einhverja rómverska stofnun og var látinn fylla allt út í þrí og fjórriti, sendur á milli hæða til að tala við einhverja fulltrúa á einhverjum deildum sem voru ekki til og endaði alltaf á byrjunarreit hjá sama gaurnum.
En hvar var ég… Já, svo (að sjálfsögðu) rétti hann mér nýtt eyðublað til að fylla út (í einriti í þetta skiptið) þar sem ég varð að gjöra svo vel að fylla út SÖMU UPPLÝSINGAR (gaaa!!) og á síðasta eyðublaði (nafn og heimilisfang bæði sendanda og viðtakanda, innihald og upphæð, osfrv). Nema hvað, þetta eyðublað ÞURFTI AÐ LJÓSRITA í nokkrum eintökum (ég er farinn að skilja af hverju þeir keyptu upp Kinkos ljósritunarkeðjuna og sameinuðu við póstinn). Svo þurfti að dreifa afritunum út um allt (eitt fylgir með sendingunni, annað með kvittuninni, þriðja fer í sérstakann FedEx kassa á gólfinu, fjórða í pappírstætarann, fimmta í… ok, kannski ekki í tætarann, en það vantaði bara). Áður en ég sá hvar öll þessi eintök enduðu var mig farið að gruna að þetta síðasta eyðublað væri bara til þess gert að hann geti byrjað að afgreiða næsta viðskiptavin (og byrja allt ferlið upp á nýtt (“Gerðu svo vel, hér er þrírit – fylltu þetta út”). Fjórritið mitt góða fylgdi svo svipuðu ferli – einu stungið í þennan poka, annað í þessa skúffu, þriðja heftað við kvittunina, fjórða í pappírstætarann… – þið vitið hvað ég á við. 🙂
Enívei… Eftir að hafa verið inni í versluninni í örugglega 15-20 mínútur var gjöfin tilbúin til sendingar – innan í plast umslagi, innan í samanplástruðum gjafapappír, innan í brúnum umbúðapappír, innan FedEx kassa úttroðnum af einhverju pappírs-krumpi, með öllum tilskyldum leyfum, kvittunum og tollskýrslum í þrí-, fjór- og fimm-ritum og komið að því að borga… Phew!
“Já, þetta verða $65 dollarar ef þú vilt að þetta berist á miðvikudaginn (2 dagar) eða $69 dollarar ef þú vilt að þetta berist í lok vikunnar”. Hrmph! Að sjálfsögðu kostar meira að senda bókina úr landi en að búa hana til og láta senda hana til okkar! Og það sem meira er, það er óljóst hvaða gjöld/tolla viðtakandinn þarf að greiða til að leysa bókina úr prísundinni. FedEx gaurinn sagði mér eftir á að ég gæti borgað þessi gjöld sjálfur – en til þess þyrfti ég að stofna hjá þeim reikning. “Þú getur gert það næst þegar þú kemur”. Ég sé þetta alveg fyrir mér… Þrírit, ljósritað í fjórum eintökum, faxað á skrifstofu höfuðstöðva FedEx, skannað inn í tölvu, importaði í Excel, prentað út, lesið upp í síma, skrifað niður á hinum endanum, slegið inn í tölvu… #fade out#.
Sunnudagur 26. nóvember 2006
Löng helgi komin og farin
Þakkargjörðarhátíðin – og þar með lengsta fríið í USA á árinu – var þessa helgi, frá fimmtudegi og þar til í dag. Við nutum frísins en samt ekki alveg nógu vel því það voru margir hlutir á “To Do” listanum, sumir hverjir sem voru afgreiddir en aðrir ekki.
Af þeim sem voru afgreiddir skal helst minnst á brauðbakstur fyrir þakkargjörðarmáltíð hjá leiðbeinandanum mínum sem bauð grúppunni í dýrindis máltíð. Á föstudeginum fengum við Fayaz í mat (íslenskar fiskibollur) ásamt Söruh og Augusto og skemmtum okkur vel enda alltaf fjör þegar þeir tveir mætast. Það sem helst gerðist sem var ekki á To Do listanum var að við mæðgur bjuggum til piparkökudeig á föstudagsmorgninum sem síðan var bakað á laugardeginum. Ég kenni Dýrunum í Hálsaskógi um þá afvegaleiðingu!
Annað sem gerðist á laugardeginum var að Sarah sparkaði okkur út úr okkar eigin húsi ásamt Augusto og passaði Önnu Sólrúnu á meðan við “fullorðna fólkið” fórum að sjá Bond, James Bond. Það verður ekki annað sagt en að það hafi verið gaman að fara í bíó, en ég er greinilega komin úr æfingu, því eftir fyrsta klukkutímann var ég barasta orðin þreytt á látunum og skrapp á klósettið til að ná áttum. Bondarinn sjálfur var kúl, afar kúl, en myndir var of löng og ég taldi svona þrjá falska enda!
Pössunin gekk hins vegar vel, Sarah náði að svæfa Önnu Sólrúnu, en á móti kom að sú litla var óvenju lítil í allan dag og fór t.d. alveg í mínus þegar hún vaknaði eftir miðdegslúrinn og ég var ekki í rúminu eins og þegar hún sofnaði. Til annarra tíðinda taldist að það fór að rigna í dag, og rigningin hrakti meðal annars Finn og Önnu Sólrúnu snemma heim úr hjólatúr um íþróttasvæðið.
Til að komast nú aðeins út úr húsi fórum við svo í búðarferð í CostCo og REI og ég var afskaplega glöð að finna heitar undirbuxur á Önnu Sólrúnu fyrir Íslandsferðina. Við mátuðum líka úlpur en ákváðum að lokum að láta gömlu ofur-úlpuna duga þó hún sé örlítið stutt í ermarnar, en keyptum á móti vígalega vettlinga sem ná hátt upp á handlegginn. Við bættum við einni húfu og þar með er Anna Sólrún orðin Íslandsfær! 🙂 Kvöldið endaði hjá Chef Chu’s þar sem Anna hámaði í sig chow mein og skeljar (clams) í svartbaunasósu. Eyrún ætti að vita hvernig það virkar! 🙂
Í lokin þá verð ég nú bara að segja að svona stutt frí eru algjört svindl því þá finnur maður loksins hvað maður þarf innilega að komast í almennilegt frí. Sem betur fer eru bara 3 vikur og hellingur af jólainnkaupum í það! 🙂
p.s. Ónefndur aðili heimtaði að við káluðum ftp servernum okkar fyrir sftp server, nema hvað að það kláraðist aldrei að setja upp þau ósköp. Það er því lokað fyrir myndir í bili (og ég sem var búin að gera nýjar síður!) en það lagast vonandi fljótlega…
Archives
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather