Föstudagur 18. ágúst 2006
Ættum við að læsa myndasafninu?
Við erum með þúsundir mynda á netinu – í raun fúnkerar þessi vefsíða sem stórt persónulegt myndaalbúm. Spurningin er hins vegar hvort nú sé komið nóg af þessu og að við ættum að læsa amk myndirnar undir lás og slá? Að sjálfsögðu er þetta paranoja af bestu gerð í kjölfar þess að nú er barnamorðingin búinn að vera á forsíðu CNN í rúman sólarhring, en samt…
Sjálf leiðist mér óheyrilega að slá inn lykilorð til að skoða myndir, finnst einhvern veginn að það sé meira maus heldur en að valsa bara beint inn. Og ég held að hlekkjakerfið á önnur blogg myndi verða heldur fátæklegt ef öll blogg (eða kannski bara sérstaklega myndirnar) væru á bak við lykilorð. Hvað finnst fólki um þetta mál?
Og í framhjáhlaupi þá sendast hér með afmæliskveðjur á tengdapabba (afmæli í gær!!) og svo á Óla sem er þrítugur ellismellur í dag… 😉 😉