Föstudagur 7. júlí 2006
Vefþjónn í vandræðum
Ég fékk tölvupóst áðan um að einhver væri líklega búinn að hakka sig inn í vefþjóninn okkar því hann var víst alveg að flippa yfir í fjölda tenginga við internetið. Jújú, ekki leit það vel út þegar við gáðum, en eftir eitt ríbút virðist allt vera í rólegheitum. Best að bíða og sjá hvort við getum séð ef þetta byrjar aftur og hver sökudólgurinn er! Ég held samt að ég verði að slökkva á tölvunni yfir helgina, ekkert gaman að vera svona í skothárunum!
Það er annars helst í fréttum að forritið frá fyrirtækinu hans Finns fékk góða umsögn í Wall Street Journal og núna eru rúmlega 20 þúsund manns búnir að ná sér í það. Allt á fullu í vinnunni hjá honunum núna á meðan ég berst við mínar eilíflegu vindmyllur. Mitt helsta áhugamál þessa dagana er að refresh-a fréttasíður og annað slíkt til að sjá hvort einhverjir séu að segja eitthvað um GreenBorder!! 🙂
Anna Sólrún er annars ágætlega kát. Fékk ör-magapest á þriðjudagskvöldið en hefur þess fyrir utan verið frísk. Skemmtir sér ágætlega á leikskólanum en er glöð að komsta heim og leika sér að lestarbrúm og horfa á mig elda. Helsta skýið á sjóndeildarhringnum er að nú er heldur betur farið að styttast í varanlega brottför Guðrúnar og Snorra til Íslands – og við þurfum að fara að finna okkur nýja laugardagsvini!!! 🙁