Mánudagur 24. júlí 2006
Strandaglópar í hitabylgju
Undanfarnir dagar hafa verið heldur betur sveittir!! Hér hefur verið svakaleg hitabylgja, sem ætlaði allt að kæfa en sem betur fer berast fregnir af þoku við ströndina svo nú hlýtur þetta að fara að lagast. Á meðan hafa Snorri og Guðrún verið að undirbúa bröttför sína en það gekk ekki betur en svo að Snorri hringdi seint í kvöld af flugvellinum því brottför hafði verið frestað fram í fyrramálið. Það fannst víst sprunga í einni rúðunni í flugstjórnarklefanum og því þarf að bíða eftir nýrri rúðu. Guðrún fór því og náði í Snorra og krakkana sem fá örlítið að lúra áður en þau halda í hann aftur eftir örfáa klukkutíma.
Við gerðum ýmislegt til að lifa af hitann um helgina, nema að fara í sund, því að Anna Sólrún fékk svakalega skrámu á vinstri fótinn sem er fyrst gróin núna í dag. Í staðinn fórum við í eina kringluna á laugardaginn (ásamt hálfu svæðinu) og á sunnudaginn fórum við í loftkælinguna til Soffíu í Dublin (44 stiga hiti) þar sem við lognuðumst öll út af!!
Á laugardaginn sáum við svo að Anna Sólrún (sem er gangandi skráma þessa dagana) var komin með útbrot í vinstri handarkrikann en hvergi annars staðar. Fyrir utan smá kláða hjá Soffíu þá hefur henni samt ekkert klæjað í þetta þannig að læknarnir voru á því í dag að þetta væri ekki smitandi, heldur annað hvort skordýrabit (en af hverju bara undir höndinni?!) eða þá einhver staðbundin erting sem ætti að hverfa fljótlega.
Anna Sólrún fór því á leikskólann eftir hádegi í dag, sem var ágætt því ég er að klambra saman “abstrakti” til að senda inn á ráðstefnu sem verður haldin í Los Angeles í október.
Talandi um Los Angeles þá bárust þær fréttir að það væri búið að vera rafmagnslaust hjá Gunnhildur föðursystir í 44 stiga hitanum í Los Angeles í tvo daga! Eitthvað held ég að sala á sólar-þak-rafgerflum (“solar energy”) eigi eftir að taka kipp eftir þetta!!