Sunnudagur 14. maí 2006
Sjálfboðavinna og afmæli Baldurs
Dagurinn í dag var annasamur. Við vöknuðum eldsnemma til að taka þátt í fjáröflun fyrir leikskólann sem fólst í því að skera niður jarðaber til að búa til strawberry shortcake og selja í bás á $4 stykkið. Anna skemmti sér við að labba um sölubásana milli þess sem hún hámaði í sig jarðaberin. Sjálfboðavinnan er hluti af kredit-einingum sem maður vinnur sér inn til að fá afslátt af leikskólagjöldum (og þurfum við þar með ekki að borga nema $1350 á mánuði fyrir fjóra heila daga á leikskólanum… matur ekki innifalinn… og við þurfum að taka þátt í kennslunni tvo tíma á viku). 🙂 Þori ekki einu sinni að umreikna í íslenskar krónur… 🙂 En hvað um það, við skemmtum okkur öll vel og fengum ókeypis strawberry shortcake að launum sem rann ljúflega niður. 🙂
Eftir hádegi var svo afmæli hjá Baldri (meira gúmmelaði) þar sem hasarinn var mikill á börnunum en foreldrarnir sátu í góðu yfirlæti í tæpum 30 stiga hita undir sólhlíf (já, það var frekar heitt í dag).
En hvað um það, komið er fram yfir miðnætti og best að halda í háttinn. Hawaii myndirnar eru komnar á vefinn (eða fyrstu tveir dagarnir allavega). 🙂