Fimmtudagur 11. maí 2006
Sorg
Hann pabbi hans Óla hennar Hólmfríðar lést þann 5. maí úr krabbameini eftir þriggja ára baráttu. Jarðarförin fer fram í dag frá Háteigskirkju, og hefst athöfnin klukkan 15. Það er á svona stundum að maður vill búa nær Íslandi, enda lítið gagn af manni hinum megin á hnettinum. Ekki það að maður geti yfir höfuð gert “gagn” eftir svona nokkuð, þetta er með því ömurlegra sem getur komið fyrir nokkra fjölskyldu. 🙁
Í staðinn fyrir að mæta í jarðarför, verðum við á frantísku spani að koma okkur á fætur svo að við náum að mæta á leikskólann á réttum tíma fyrir kó-opp. Svona eins og í lélegri bíómynd þar sem klippt er á milli atburða – á öðrum endanum er grafalvarleg jarðarför, en á hinum endanum er lífið eins og venjulega. Ja, eða næstum eins og venjulega. Við verðum með jarðarförinni í anda.
Við sendum Óla, Hólmfríði og fjölskyldu Óla okkar innilegustu samúðarkveðjur. Andvarp.