Þriðjudagur 18. apríl 2006
Váááááááááá….!!!
Þá er Manta Ray (skötu?) köfunarferðinni lokið og reyndar líka annarri köfunarferð strax morguninn eftir sem Hrefna pantaði. 🙂
Ég veit varla hvað hægt er að segja um Manta Ray köfunarferðina annað en vaaaaaaáááááá… 🙂 Þetta var einfaldlega skemmtilegasta köfun sem ég hef farið í, næturköfun á báti í niðamyrkri innan um ca. 10 risastórar Manta Ray sem svifu rétt yfir hausunum á okkur köfurunum sem sátum í kringum ljóskastara á botninum með vasaljós í hendi.
Hring eftir hring svifu þær um í vatninu og átu nægju sína (áhyggjufullum mæðrum heima skal bent á að þetta eru svifætur, þær hafa engan áhuga á köfurum – heldur eru að elta svifið sem sækir í ljósið sem kafararnir settu á botninn). Þær opna skoltinn upp á gátt og sía burtu svifið úr vatninu sem var út um allt; vatnið bókstaflega iðaði.
Kafanirnar í morgun voru allt öðruvísi, enda um hábjartan dag og hamagangurinn ekki jafn mikill, en gaman var það engu að síður. Hápunkturinn var sennilega að sjá skjaldbökuþvottastöðina (þar sem skjaldbökurnar koma til að láta fiskana éta þarann af bakinu sínu) og að synda í gegnum lava tubes göng.
Hér er svo mynd af einni skjaldbökum á þvottastöðinni: