Fimmtudagur 20. apríl 2006
Meira snorkeling
Við Hrefna tókum börnin að okkur (Baldur og Sif) og fórum á ströndina á meðan Snorri og Guðrún fóru í eldfjallagarðinn.
Anna gerir sig klára fyrir strandferðina
Að sjálfsögðu stunduðum við svolítið snorkel (ekki hægt að fara til Hawaii án þess að snorkla helst annan hvern dag); fyrst fórum við á venjulega túrhesta-strönd en svo fórum við á strönd sem vinur leiðbeinanda Hrefnu mælti með, sem er snorkel strönd sem innfæddir stunda og ekki allir vita af…
Fisktorfa við ströndina
Það var ýmislegt að sjá, t.d. skjaldbökur, fiska, sægúrkur, og margt fleira og ekki verra að geta slappað af í sólinni á ströndinni. Um kvöldið stoppuðum við svo í Kona og fengum okkur að borða og svo var haldið heim á leið og við skutluðum börnunum í rúmið. Guðrún og Snorri mættu stuttu síðar og hófst þá myndasýning mikil þar sem við sýndum þeim snorkel myndirnar og þau sýndu okkur eldfjallamyndir… 🙂