Mánudagur 24. apríl 2006
Nýr bekkur
Við eyddum gærdeginum í að ganga frá eftir Hawaii ferðina, þvoðum fjórar þvottavélar og reyndum að temja óreiðuna sem við skyldum eftir í íbúðinni! Í morgun hins vegar vaknaði Anna Sólrún klukkan 06:00 á Hawaii tíma (eins og hún gerði allt fríið) en það var klukkan 9 um morgun að Kaliforníu-tíma. Það kemur kannski einhverjum á óvart en það er fimm klukkustunda flug frá okkur til Hawaii, og þrjú tímabelti!
Hvað um það, eftir að hún hafði spurt hvort við myndum hitta Baldur, og svo Augusto og Söruh í dag, þá sagði ég henni að nú færi hún í nýja bekkinn, sem hún var bara kát með. Það kom í ljós að þetta gekk líka svona ljómandi vel, við kysstumst bless og þar með var það búið. Eitthvað kallaði hún á mig þegar þau lögðu sig, en annars lét hún eins og hún hefði alltaf verið í þessum bekk. Nú er bara að sjá hvað “honnímúnið” endist lengi, ég trúi því ekki að þetta verði alveg svona auðvelt!!
Í kvöld skiluðum við svo lánsbílnum aftur til Guðrúnar og Snorra eftir að hafa náð í okkar bíl úr viðgerð en hann “bilaði” rétt fyrir brottför. Þeir fundu svo til ekkert að dekkjafestingunu, en löguðu í staðinn leka slöngu í “aflstýrinu” og rukkuðu fyrir það $400, sem myndi annars duga fyrir risastórum ipod, eða myndavéladóti! Uuurrg! 🙂
Það skal annars bent á það að Guðrún og Snorri eru búin að strumpa sínum Hawaii-myndum á netið, við erum sko með allt á hælunum ennþá. Ég ætla að reyna að demba mér í þetta ná næstunni, en við tókum myndir upp á 4 gígabæti á einni viku. Íííík!! 🙂