Miðvikudagur 15. mars 2006
Komin heim
Er loksins komin heim eftir langt ferðalag sem gekk nú annars alveg ágætlega. Við hlustuðum á fyrirlestra í morgun, aðallega um Titan, fylgihnött Satúrnusar, og það var svona eins og að vera í löngu geðveikisprófi – allir að horfa á svart-hvítar óljósar radarmyndir og velta vöngum yfir þeim. “Nei, sko, hvíti bletturinn sem er hérna á þessari mynd er hérna ennþá 6 mánuðum seinna! Váá! :)”… og þar fram eftir götunum.
Eftir hádegi fengum við okkur grænmetisfæði að borða og fórum svo á listasafn áður en við keyrðum inn í miðbæ Houston og kíktum í kringum okkur. Við mættum svo nógu snemma til að að komast á flug sem lagði klst fyrr af stað en okkar flug sem var fínt. Þar horfði ég lokins á Pride and Predjudice (nýjustu útgáfuna) og skil núna lokins Hr. Darcy komplexið hjá Bridget Jones… 🙂