Mánudagur 20. mars 2006
Rosa-rigning
Vil byrja á því að óska ömmu Hrefnu til hamingju með afmælið!! 🙂
Héðan er allt vott að frétta, rigndi eldi og brennisteini í dag – og það var einmitt dagurinn sem ég var búin að ákveða að fara upp í borg! Þurfti aðeins að stússast þar og eftir stússið fórum við og heilsuðum upp á Lottu og Freyju (6 mán) og kisurnar þeirra. Önnu Sólrúnu fannst kisurnar rosalega spennandi. Eftir stutt stopp og hádegisverð ætlaði ég nú bara að keyra heim, en þá stytti upp og því keyrði ég sem leið lá út að Kyrrahafi til að heimsækja dýragarðinn.
Anna Sólrún steinsofnaði á leiðinni þangað og ég lagði því bílnum bara við hafið, tók upp mína Pride and Prejudice bók og kláraði söguna um Lizzy og Hr. Darcy (öll bókin er á netinu!!). Anna Sólrún svaf eins og steinn við Kyrrahafsöldu-gnýinn og vaknaði ekki fyrr en fjögur. Þá dreif ég hana út og við örkuðum í San Francisco dýragarðinn og kíktum snöggt þar inn en hann lokaði klukkan 5 (eða eiginlega klukkan hálf-fimm því þá var byrjað að taka dýrin inn).
Þar fórum við til þykistu-Afríku og sáum zebrahesta, górillur og gíraffa eins og sumir sem fóru til alvöru-Afríku núna nýlega… 🙂 Henni leist vel á öll dýrin nema gíraffana, en það var líklega því þeir voru inni og því óheyrilega nálægt henni og þar með extra-stórir. En ég þvældi henni inn og hún jafnaði sig að mestu. Svo kíktum við líka til þykistu-Ástralíu og sáum emú elta kengúru í rólegheitum.
Annars er þetta Jane Austen dæmi mitt líklega einkenni um að ég hafi ofkeyrt mig þarna um daginn. Ég get ómögulega einbeitt mér að því sem ég þarf að gera næst og vil helst sem minnst um það hugsa. Á meðan er ég sokkin í rómansa og teprulegheit – og finnst það bara ágætt að leikskólinn er lokaður í dag og á morgun vegna starfsdaga. Ég fer kannski á bak aftur á miðvikudaginn. Sjáum til… 🙂