Fimmtudagur 19. janúar 2006
Desperate housewife – with a cold!! 🙂
[My cold is subsiding, but I still woke up annoyed and short tempered. To avoid having to deal too much with Anna after Finnur left, I went ahead and cleaned the linen/trash closet. She’s really good about entertaining herself as long as I’m engaged in housework!! Ended up trowing away a whole bag of stuff, while Anna gained some toys for her room. Discovered that we have accumlated FIVE 16 fl. oz. bottles of rubbing alchohol!!! If anybody needs some, just let us know!! :)]
Vaknaði þreytt og pirruð á kvefinu mínu í morgun. Þar er sem betur fer að fara samt. Fann að ég hafði enga þolinmæði til að sinna Önnu Sólrúnu, og ákvað því að taka loksins til í handklæða/ruslskápnum á efri hæðinni. Handklæðin voru farin að fljóta úr úr honum á öllu draslinu sem hafði safnast saman undir þeim… Ég sópaði því öllu draslinu úr út honum og henti flestu en restinni var snyrtilega raðað inn í skápinn aftur. Það ætti að duga í svona 2 vikur kannski… 🙂
Á meðan dundaði Anna Sólrún sér bara, græddi líka búninga, dúkkustól og buddur á tiltektinni. Hún er annars ágæt með það að dunda sér ef ég er á fullu í heimilisverkunum. Mér finnst það örlítið dularfull og vona að þetta sé ekki eitthvað meðfætt sem þýðir þá að ég eigi bara að vera alltaf í heimilisstörfunum!!
Eftir að hafa hent poka af dóti sem var ónýtt (krem, lyf, umbúðir…) komst ég að því að við höfum sankað að okkur FIMM stórum flöskum af spritti!! Við eigum sem sagt um 2.5 lítra af spritti, gerir aðrir betur! Það er svona þegar sprittflöskurnar hverfa undir handklæðin!
Annars er ég með almennt tiltektaræði, held það sé út af því að vinnan mín er svo heiladauð og endurtekningamikil í augnablikinu, er að fara yfir þessar 20 mælingar frá því í desember, og það er alltaf sama aftur og aftur. Gallinn er bara sá að hver lítil forritskeyrsla hjá mér tekur um 5 mínútur, sem er of lítill tími til að snúa sér að einhverju öðru af alvöru. Því verð ég svolítið frústeruð – sem kemur fram sem tiltektaræði. Ikea anyone?! 🙂