Miðvikudagur 10. nóvember 2005
Bííííííííb
Merkja-sendingar og merkja-móttaka til og frá Mars hafa gengið ágætlega þessa vikuna, en best af öllu er að þar sem leiðbeindandinn minn átti bæði miða í óperuna og symfónínuna í vikunni, þá varð það úr að ég er á kvöldvakt og hann á næturvakt. Ég hef því verið komin heim fyrir miðnætti öll kvöldin nema fyrstu nóttina, en þá var extra spenningur í loftinu.
Ekki mikið að frétta annars, Anna Sólrún gaf skít (bókstaflega) í þetta koppa/klósett mál í morgun og fjórum buxum seinna fór hún með bleiu á leikskólann. Alveg klassískt “tvö skref áfram og eitt afturábak” dæmi víst. Kannski að hún verði samvinnuþýðari í fyrramálið?
Svo klippti ég á henni hárið í morgun! Henni leist ekkert á það þegar ég dró upp skærin, en svo missti ég það út úr mér að hún fengi að fara í bað á eftir, þannig að hún þaut upp og heimtaði bað… BAAAÐ!! Ég klippti hana því bara í baðinu, sem var miklu auðveldara heldur en á þurru landi, því nú fór hárið ekki í augun eða innan á peysuna, heldur bara beint ofan í vatnið, sem endaði sem hálfgerð hársósa. Reyndar misreiknaði ég mig aðeins í einu klipperíinu og klippti skarð í toppinn á henni, sem varð til þess að ég þurfti að rétta hann af hinum megin… Útkomnan var ferlega stuttur toppur, en restin er í lagi. Oh, well, best að kaupa fleiri spennur! 🙂
Síðasta merkja-kvöld er á morgun, best að skríða í rúmið núna og lúlla smá. 🙂