Sunnudagur 14. ágúst 2005
Dýragarður
Í dag rak ég Finn snemma (um níu, ég svaf til rúmlega 10 í gærmorgun) á fætur til að fara í San Francisco dýragarðinn í boði Þóru og Lárusar sem gáfu okkur frímiða þangað þegar þau fóru fyrr í sumar (takk!! :). Þegar norður var komið var að sjálfsögðu skýjað, smá rigning og kalt, og það munaði minnstu að við keyptum okkur auka-flíspeysur við innganginn, en á endanum létum við okkur hafa það. Ótrúlegt hvað það er drungalegt þarna upp í borg stundum á sumrin!
Dýragarðurinn var fínn og Anna Sólrún var áhugasöm um dýrin. Mest hafði hún gaman af fuglunum, en það var líka gaman að sjá gíraffana, zebrahestana, ljónin, górillunar, simpasana, og fleiri dýr ásamt því að klappa kanínunum, geitunum og kindunum. Eftir dýragarðinn keyrðum við beint suður á bóginn og heim til Gumma og Eddu sem höfðu boðið Lottunum, Berglindunu, Sólveigunum og Guðrúnunum í sunnudagsgrillveislu! Við skemmtum okkur mjög vel og erum núna orðin “húkkt” á “sunnudagseftirmiðdögum hjá Gumma og Eddu” á tveggja vikna fresti… 🙂
Í gær fór ég annars í klippingu (vhóa!) og svo upp í borg að hitta Lottu og nokkrar aðrar stelpur í “baby shower” fyrir Lottu sem á áð eiga eftir tæpar 4 vikur. Við hittumst á litlu te-húsi, þar sem ég drakk yfir mig af tei og át yfir mig af míní-samlokum. Stórhættuleg þessi tehús!! 🙂 Þar var meðal annars Lára sem er núna að flytjast heim til Íslands aftur eftir tæpa viku. Þeirra verður saknað! Sniff, sniff!!
Það var líka skýjað upp í borg í gær, alveg stórfurðulegt að keyra bókstaflega inn í skýjabakkann og sjá allt í einu allt morandi í fólki í leðurjökkum?!? Alveg annar heimur einhvern veginn. Það er kannski þess vegna sem listamennirnir búa upp í borg, og við tæknisinnaða-fólkið búum í sólinni! hehe… 🙂