Mánudagur 15. ágúst 2005
Jóla-Íslandsferð! 🙂
Ég rælnaðist til að kaupa miða heim um jólin núna áðan, fyrst að ég mundi eftir því! Eftir smá jaml huml og fuður þá ákváðum við að kaupa sæti undir Önnu Sólrúnu, jafnvel þó að við gætum sleppt því. Hún er bara orðin svo stór að ég nenni ekki lengur að taka sénsinn á að fá ekki sæti fyrir hana, og er líka orðin þreytt á að mæna hvolpaaugum á afgreiðslufólkið í von um að fá extra miskunn!
Við erum sem sagt að lenda á Íslandi föstudaginn 16. desember, og förum aftur sunnudaginn 8. janúar. Samkvæmis-planleggingar-dagatalið opnast því hér með! 🙂 Fyrir herlegheitin borgum við u.þ.b. $800 á mann, eða rúmlega 50 þús kall íslenskar. Það er líklega vel sloppið. Við fljúgum með JetBlue to Boston, stoppum þar í smá stund og svo með Icelandair restina. Stoppið á leiðinni heim eru 2 klst, en bara ein og hálf á leiðinni til baka, svo ég vona að það gangi upp!! Það gæti hins vegar verið geðveikt veður í Boston (og á Íslandi svo sem) svo ég ber bara á við!
En sum sé, peningaaustur dagsins búið, og tími kominn að snúa sér að öðru!! 🙂