Laugardagur 16. júlí 2005
Síminn bilaður/Telephone broken
Landlínan til okkar er biluð svo það er ekki hægt að hringja í okkur. Vinsamlegast hringið í farsímann, eða sendið tölvupóst!
Our landline is broken, please call our cell phone, or send us an email if you need to reach us.
Fyrsta mál á dagskrá: Til hamingju með fertugsafmælið Magnea! 🙂
Annað mál á dagskrá: Ég eldaði mínar fyrstu “chocolate chip cookies” í gærkvöldi, og át svo mikið að ég fannst ég skuldbundin til að skokka 4 km í morgun, sem og ég gerði. 🙂 Eftir hádegi fórum við mægður svo aftur í sund á meðan Finnur lagaði til í íbúðinni því við áttum von á gestum. Anna Sólrún stóð sig aftur eins og hetja í lauginni, fleygði sér út í og synti til baka. Hún virðist vera búin að læra að stjórna sér vel í vatninu, syndir í einhverja átt og beygir síðan að vild, snýr sér jafnvel við á punktinum! Öldur koma henni sér hins vegar á óvart og stundum fljóta lappirnar upp og andlitið fer ofan í!
Hvað um það, eftir góða stund í sundinu röltum við heim og þá voru Kanada-Siggi, Yvonne, og krakkarnir þeirra, þau Aaron, Tristian og Ísold komin í heimsókn. Við áttum með þeim góða kvöldstund, og vonumst til að hitta þau aftur áður en þau fara aftur til Kanada! 🙂