Laugardagur 11. júní 2005
Föt!
Ég fór í dag með Kerri í fataleiðangur og keypti slatta af “alvöru” fötum fyrir næstum $300. Bless, bless endalausu Old Navy stuttermabolir!! Eða það vona ég því kannski er ég einmitt á hápunkti hormónahringsins (þar sem maður finnst maður vera oh, so sexy!) og svo þegar ég fer niður á við, þá kannski á ég ekki eftir að þora að fara í nein af nýju fötunum! Þar á meðan eru nefnilega svona þrír “tank-toppar” o.s.frv… Allt voða sumarlegt, enda var markmiðið “cutesy summer”. 🙂
Oh well. Svo fórum við í smá “impromptu” partý til heiðurs Cristinu, sem er hérna ásamt móður sinni, til að taka við MS skírteininu sínu. Þær flugu frá Barcelona í vikunni og fara aftur á þriðjudaginn. Það var voða gaman en ætli við tökum það bara ekki rólega í kvöld! 🙂 Á morgun er full dagskrá (að vanda). Fyrst er stutt stopp við útskriftarhátíðina þar sem ég á víst að fá viðurkenningu fyrir störf fyrir deildina fyrir að hafa verið “webmaster” fyrir þá í tvö ár. Svo liggur leiðin svo til beint í 1. árs afmæli til Kötlu þeirra Siggu og Maríó!