Sunnudagur 19. júní 2005
Sund og Star Wars kvöld
Við fórum í sund í dag í Stanford lauginni með Önnu – heilmikið fjör :). Við skemmtum okkur konunglega í sundinu við að fleyta henni á milli okkar. Hún buslaði og spriklaði og vildi helst ekki fara úr lauginni.
Þegar heim var komið buðum við fram íbúðina í Star Wars maraþon; gömlu þrjár myndirnar allar í röð, pizza á undan og popp og gos á meðan. Augusto og Sarah mætt, fleiri á leiðinni, og Hrefna að elda fyrir Önnu sem fær víst ekki pizzu. 🙂
Meðan ég man: Tvö orð sem gleymdust á orðalistanum: “Bíddu” og “Jamm”. “Bíddu bíddu bíddu” er einmitt það sem við hrópum í örvæntingu þegar hún snýr sér rétt eftir að við erum búin að opna bleyjuna. Og já, talandi um bleyjuskipti! Í dag kom fyrsta setningin þegar ég ætlaði að skipta á henni en þá tilkynnti hún mér stolt: “nei, enginn kúkur!” 😀 (og hafði rétt fyrir sér) 🙂 Frekar skondin fyrsta setning… 🙂