Föstudagur 20. maí 2005
Höfuðrugl
Þetta er nú búin að vera meiri vikan… Ég er búin að vera í hálfri kleinu en nú held ég að ég sé við það að ná áttum aftur og er það gott. Það sem fór með sálartetrið til andsk. er að ég fór og talaði við yfir-prófessorinn minn á mánudaginn til að fá undirskrift hans á nokkra pappríra. Svo er nefnilega mál með vexti að ég er búin að taka nógu margar einingar hjá Stanford til að nú megi ég útskrifast með doktorspróf og við það getur maður skipt um status og orðið “TGR”. Það þýðir lækkuð skólagjöld sem þýðir hamingjusamur leiðbeinandi. 🙂
Hvað um það, partur af TGR pappírsvinnunni er að fá þrjár manneskjur til að skrifa undir plagg um það þær vilji lesa og kvitta fyrir doktorsverkefninu mínu, hvenær í ósköpunum sem kemur að því að ég fari í raun að setja svoleiðis saman. Á þessu blaðið á maður líka að setja mögulegan titil á verkefnið sem getur verið hausverkur. Hvað um það, ein af þessum manneskjum er yfir-prófessorinn minn (leiðbeinandinn minn er ekki proffi, en hefur samt aðgang að peningum svo hann getur fjármagnað nemendur eins og mig) og hann er mikið fyrir að fara eftir bókinni.
Hann var því mikið að ýta á mig um hvað ég ætlaði að gera, ég gaf honum það sem ég held að ég vilji gera (athuga yfirborðsbergmál af Mars sem eru undir svo litlu horni að þær rétt sleikja yfirborðið, það sem gervihnötturinn sem sendir út merkið er rétt svo kominn yfir sjóndeildarhringinn). Hann sagði að jú, þar væru holur í þeóríunni sem gladdi mig. Síðan fór hann hins vegar að ýta eftir því hvort mér finndist það sem ég gerði skemmtilegt og jú ég sagði að mér fyndist svona “simulations” skemmtilegar.
Vatt hann þá ekki kvæði sínu í kross og vildi endilega að ég færi að kíkja á endurvarp frá ísplánetum!!! Og já, læra í leiðinni um hvernig grafíska fólkið býr til endurvarp frá húð, því það gæti verið svipað og ís… Þannig að jú, ég fór og kíkti aðeins á það og það litla sem ég hef fundið (því ég tala ekki sama tungumál og grafíska fólkið…) er að allt svona er “cheap hack” og því lítið fyrir mig að græða nema þá að ég væri að búa til bíómynd og hefði heilan herskara af tölvum til að vinna fyrir mig. Eða það held ég amk.
En ég var sem sagt í hálfgerðu sjokki yfir þessum vendingi í manninum þar til vinkona mín sem vann fyrir hann í mörg ár og hætti síðan rétt áður en hún fékk taugaáfall sagði mér að hann væri svona eins og pinball maskína. Fengi rosalegan áhuga á einhverju og vildi endilega fá mann til að gera það, en missti svo áhugann á efninu eftir einhverjar vikur eða mánuði og þá kæmi hann með eitthvað nýtt. Það róaði mig talsvert og núna held ég að ég ætli bara aða halda mig við mitt og sjá hvort ég nái ekki að krafsa eitthvaði í það.
Hins vegar sagði maðurinn margt annað af viti líka, eins og að ég komist ekki mikið lengur upp með að hafa ekki lesið mér mikið til um það sem ég er að gera, heldur spyr aðallega annan mann á hæðinni ráða. Sá hefur unnið við svipað og það sem ég er að gera í tugi ára… En doktorinn á víst að vera um að maður genglæri eitthvað ákveðið, sjái að einhver hafi ekki “fittað” línu við þessi ákveðnu gögn, þannig að maður gerir “fittið” sjálfur, allir segja úh og ah, og manni er hleypt út!
Talandi um að sleppa héðan, þá varði vinkona okkar, hún Viola, doktorsverkefnið sitt í gær með miklum glæsibrag. Ég var svoldið abbó að sjá að hún vinnur fyrir kvendoktor, ég væri alveg til í það þó svo að strákarnir séu ekkert agalegir svo sem, nema stundum!! En hennar verkefni var einmitt mjög svo geranlegt, ekkert geðveikislega flókið, sem sýnir manni enn og aftur að helsti þröskuldurinn er að skildgreina helv. vandamálið og leysa það síðan bara… Ég er bara ekkert svakalega góð í svoleiðis.
Ah, well. Annars vona ég að dagurinn í dag verði rólegri en dagurinn í gær þar sem ég þurfti að þjóta snemma um morguninn til að fá lánað lykla að stóra 46m disknum, síðan fór ég með Önnu í heimsókn í næsta bekk þar sem ég sat alveg gáttuð yfir öllu sem leikskólakennararnir gerðu með börnunum á rúmri klukkustund. Það var leikið með sápuvatn, leirað, dansað, andlitsmálað, leikið með dýr, perlufestir, þykistu hrærivélar og ég veit ekki hvað og hvað. Anna stóð sem eins og hetja, lék sér bara og var ekkert feimin. Þær voru voða ánægðar með hana.
Í hádeginu var svo fyrirlesturinn henn Violu og eftir að Anna var farin á leikskólann hitti ég ásamt hinum Íslendingunum í skólanum hóp af útskriftarnemum úr verkfræðinni í HÍ. Ég leiddi síðan nokkra af þeim upp hæðina og við skoðuðum stóra diskinn. Restin af hópnum elti Loga, Styrmi og Björginv og gerða ýmislegt annað skemmtilegt. Sem sagt fullt prógram – og núna á morgun erum við að fara í Íslendinga-útilegu sem verður örugglega mjög gaman! 🙂
Ok, best að fara að taka til hádegismat hana Önnu sem er búin að sofa súperlengi.
Archives
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather