Miðvikudagur 13. apríl 2005
Sushi og hvítlauksvín
Það var meiriháttar bloggara-fundur núna áðan þar sem froskarnir Stjáni og Stella komu í kvöldmat til okkar. Holla töfraði fram eðal sushi (hjemmelaved) og grillaðan lax með pistasíu og mango chutney á meðan við hin vorum aðallega bara í stilka-glösunum. Það var rætt um heima og geima yfir veitingunum, sem meðal annars innihéldu hvítlauksvín sem Ólafur keypti í hvítlaukshöfuðborginni Gilroy (ewww!!).
Í öðrum fréttum þá hef ég Önnu Sólrúnu grunaða um að vera a) með leiðinda-kvef og b) að vaxa þessa dagana. Hún hefur verið að leika okkur foreldrana grátt með því að vera vakandi frá miðnætti til tvö-þrjú, og svo vakna eldsnemma! Í dag gekk ég svo frá skattskýrslum okkar Finns í USA og var nett steikt í hausnum eftir það. Mér til mikillar gleði tókst mér skammlaust (held ég) að telja fram fylkis-skattana á netinu en ríkis-skattarna þurfum við ennþá að senda inn á pappírsformi.