Fimmtudagur 21. apríl 2005
Dudda týnd!
Fyrir nokkrum dögum tókst Önnu Sólrúnu að bíta gat á eina dudduna sína sem fór þar með í ruslið. Þá átti hún bara eina eftir sem hún grýtti í gólfið í morgun úr rúminu sínu (til að mótmæla því að vera að fara að sofa) og á einhvern óskiljanlegan hátt, þá hvarf snuðið með húð og hári. Ég leitaði og leitaði en hvergi fannst snuðið og þar með var það bara ákveðið að hér með væri hún hætt með duddu.
Skiljanlega fór þá allt í bál og brand. Ég rétti henni sára-bóta-bangsa, sem hún var ekkert alltof spennt fyrir og volaði af óánægju. Ég leyfði henni að leita sjálfri að duddunni og það var ekkert smá sætt, hún kíkti undir rúmið sitt og allt, en allt kom fyrir ekki, dudda var algjörlega horfin! Í lokin brást henni öll sjálfstjórn og hún velti/henti sér til í rúminu sínu þar til hún gafst upp og sofnaði.
Okkur hlakkaði því ekki til kvöldsins, en Finni tókst að koma henni í rúmið án þess að það heyrðist svo mikið sem píp frá henni og nú er að vita hvernig nóttin og næsti dagur verður. Spennó!!