Þriðjudagur 26. apríl 2005
Skrámu-helgi
Helgin var alveg í það skrámugasta. Ósköpin byrjuðu á laugardaginn þegar við vorum í heimsókn hjá fyrrverandi vinnufélaga Finns og Anna Sólrún fór aðeins út í garð. Þar sem við vorum í smá leik kom hún við girðinguna og uppskar helling af flísum, flestar pínkulitlar, en 3-4 vel sjáanlegar. Við höfum verið að fjarlægja þær undanfarna daga í smáum skömmtum því svoleiðis er ekki tekið út með sældinni.
Á sunnudeginum lá leiðin til Guðrúnar og Snorra þar sem hún tók dýfu á viðarpallinum og skrapaði skinnið af nebbanum sínum. Það eru því tveir stórir rauðir blettir á nefinu á henni núna og leikskólakennararnir kalla hana Rúdolf… 😉 Þess fyrir utan komst hún í hægðarlyfið hans Baldurs (löng og leiðinleg saga) en náði líklega ekki að súpa mikið af því því það drundu engin ósköp á. Svo rak hún hausinn í á alla kanta og er með þrjá marbletti á öðru hnénu!
Hún er sem sagt líklega orðin aðeins og líkamlega sterk fyrir sjálfa sig, eða er að vaxa og kann ekki alveg á þetta allt. Sum sé á folaldaskeiði… 🙂
P.S. Hún varð 16 mánaða í gær!
P.P.S. Vaknaði núna um miðnætti með svakalega magapínu. Vona að hún nái að sofa eitthvað í nótt…