Þriðjudagur 1. mars 2005
Afmælisdagur!
Í dag á ég afmæli! Er orðin tuttugu-og-átta ára og er þar með nær því að vera þrítug en tuttugu-og-fimm…! En það er svo sem allt í lagi því Finnur er orðinn þrítugur þannig að ég er ennþá bara unglamb… 🙂 🙂 Svo á hún Steinunn líka afmæli í dag! Annars er þessi vika mikil afmælisvertíð. Síðastliðinn sunnudag áttu Guðrún (35 = miðaldra) og Óðinn (4 = pjakkur) afmæli. Í dag eru það ég og Steinunn, á morgun verður Anthony 7 ára, daginn þar á eftir eigum við Finnur fimm ára brúðkaupsafmæli (!!!) og á laugardaginn á Eyrún systir Finns afmæli. Algjör afmælissúpa! 🙂
Ég er annars ekki með nein plön um að halda upp á afmælið – en hins vegar sá ég alveg óvart á gmeilnum hans Finns í gærkvöldi að það eru einhver leynileg partýplön í gangi a la Bandaríkin. Ég bíð því bara spennt! 🙂