Mánudagur 7. mars 2005
Sjónvarpsgláp
Horfði á sjónvarpið í kvöld með smá vinnu-lokaspretti. Rakst á “Boss Swap” og “Supernanny” sem voru báðir merkilega áhugaverðir. Ég vona bara að við eigum aldrei eftir að þurfa á Supernanny að halda!! Svo vil ég bara að heimurinn viti að það var æææææðislegt veður í dag, krakkarnir voru léttklædd úti að leika sér og ég skildi flíspeysuna eftir heima.
Fyrst ég er byrjuð á fjölmiðlunum þá verð ég að mæla með Prairy Home Companion. Þessi þáttur hefur orðið til þess að ég fer regulega út að skokka á sunnudagsmorgnum því á milli þess að maður hlær að skemmtiatriðunum þá skokkar maður í takt við (sveitalega) tónlistina. Þetta er eini þátturinn sem ég veit um sem við höfðar til vinstri sinnaðra skandínava og gerir miskunnalaust grín af norðmönnum! 🙂 Og er með “sound effects” gæja!! Og sögur frá “Lake Woe-be-gone”! Jei fyrir því! (Smellið á “Old Shows” til að hlusta á þættina…)