2005-02-01Uncategorized Standard
Þriðjudagur 1. febrúar 2005
Íslandsferð!
Ég settist niður við tölvuna og áður en ég náði að standa upp aftur var ég búin að kaupa miða fyrir mig og Önnu Sólrúnu til Íslands. Við fljúgum í gegnum Boston í þetta sinn sem er alveg nýtt fyrir okkur og lendum þann 15. mars á Íslandi og förum aftur til baka þann 28. mars. Nú er bara að redda gistingu… 🙂 🙂
MMR eftirskjálftar
Anna Sólrún er búin að vera veik í dag, með 39.5 stiga hita þegar mest var. Þetta er líklega bara hitavella eftir bólusetninguna í síðustu viku en þá fékk hún veiklaða mislinga, hettusótt, rauða hunda og hlaupabólu beint í æð. Vonandi verður hún búin að ná sér á morgun en þetta ætti að skýra af hverju hún er búin að vera svoldið skrítin undanfarna daga…