Mánudagur 7. febrúar 2005
Myndastíflan brostin
Eins og sumir hafa kannski tekið eftir þá höfum við aðeins náð í skottið á sjálfum okkur hvað myndbirtingar varðar… 🙂 Fyrir þá sem finnst þetta aðeins of mikið í einu (já, ég er að tala við þig Óli) þá skal bent á þann möguleika að skammta sér eins og tvær síður á dag… 🙂
Ástæðan fyrir þessari miklu myndvinnslugleði er sú að a) eftir að áramótamyndirnar voru búnar þá voru ekki svo margar myndir per dag og b) Auðun og Ásdís lánuðu okkur myndavélina sína í gær og mig klæjar svo í lófana að koma þeim myndum á netið… 🙂 Svo gæti jafnvel farið að við gerumst hermikrákur og kaupum okkur eins myndavél í 5 ára brúðkaupsafmælisgjöf (ja, eða afmælisgjöf fyrir mig bara… 😉 (og já Óli, við vitum að Canon 20D vélin er betri en 300D vélin en ég bara get ekki réttlætt það fyrir sjálfri mér að eyða $1500 í myndavél – en það gerist kannski í næstu uppfærslu!)
Annars er ekki mikið að frétta. Við fórum til Todds í gær að horfa á “SuperBowl” fótboltaleikinn, en ég var aðallega að passa Önnu og taka myndir. Hún er annars með einhvern krankleika, er rám og á erfitt með að sofa á kvöldin. Þetta er annað kvöldið í röð þar sem við gefum henni smá verkjalyf svo hún eigi betur með að sofa. Ef þetta gerist aftur annað kvöld þá held ég nú að ég skrulli með hana til læknis…